16/5/2019

Landsmót bifhjólamanna - kaupið miða í forsölu!

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Landsmót

Landsmót bifhjólafólks 2019 verður haldið að Brautartungu, Borgarfirði 4-7. júlí og verður mikið um dýrðir og fjör.

Að kaupa miða í forsölu er gott sparnaðarráð...

Hægt er að kaupa helgarpassa á litlar 10000kr, með því að leggja miðaverð inná eftirfarandi reikning.
1161-15-203319
Kennitala: 500197-3319
ATHUGIÐ. Nauðsynlegt að senda kvittun í tölvupósti á netfangið landsmot2019@gmail.com og setja þitt eigið mail/símanúmer í “skýringu” svo við getum sent þér staðfestingu á miðakaupum.

Þú tapar ekki á því að kaupa þinn passa í forsölu. Ekki bara ertu að tryggja þér aðgang að einni skemmtilegustu helgi ársins, -með afslætti, heldur verður einn heppinn aðili sem kaupir helgarpassann sinn í forsölu sem fær hann endurgreiddann þegar hann/hún mætir á mótið.

Innifalið í verðinu er eftirfarandi:
Tjaldstæði, rafmagn á svæðinu. (Fyrstir koma, fyrstir fá)
Pubquiz, trúbador, ball, open mic og alls konar vitleysa á fimmtudeginum.
Súpa, leikir og ball á föstudeginum.
Grillmatur, leikir og ball á laugardeginum.
Sleipnir MC verða með leikina báða dagana.

Sundlaug á staðnum gegn litlu gjaldi og sjoppa þar sem hægt verður að versla einhverjar veitingar.

Stefnt er á að hafa aðstöðu fyrir swapmeet, ef einhverjir hafa áhuga á því að vera með eitthvað til sölu, endilega sendið okkur skilaboð og látið vita.

Og allskonar gaman.
Húðflúrari með “walk in” á svæðinu.
Happdrætti
Búningakeppni
Lengst að kominn verðlaun
Krassorðan
Og fleiri fastir liðir eins og venjulega.

Bestu kveðjur, Nefndin!

...

Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira