Saga Sniglanna

Öflug grasrót

góður hópur

Upphaf og stofnun Snigla og fyrstu ár samtakanna.

Fyrsti fund­ur­inn var reynd­ar hald­inn dag­inn áður, en hon­um var fram­haldið dag­inn eft­ir og þar fékk barnið líka nafnið, Bif­hjóla­sam­tök lýðveld­is­ins, Snigl­ar. Fund­arstaður­inn var fé­lags­heim­ilið Þrótt­heim­ar og í til­efni að þessu stóraf­mæli halda Snigl­ar þar Snigla­veislu í kvöld á gamla fund­arstaðnum. En hver skyldi nú hafa verið til­gang­ur­inn með stofn­un þessa fé­lags­skap­ar? Í upp­hafi var til­gang­ur­inn ein­fald­lega sá að sam­eina mótor­hjóla­fólk og fá það til að taka niður hjálm­ana þegar það hitt­ist. Fljót­lega vatt það þó upp á sig og óhætt er að segja að Snigl­ar hafi komið að mörgu verk­inu á 30 ára ferli sín­um.

Þrótt­mikið fé­lags­starf

Fyrstu árin var starfið fé­lags­miðað að mestu og mikið púður fór í að skipu­leggja skemmti­leg­ar ferðir vítt og breitt um landið. Var farið á götu­hjól­um í Land­manna­laug­ar og um Vest­f­irði svo eitt­hvað sé nefnt. Lands­mót var skipu­lagt árið 1987 og á það mót mættu um 120 gest­ir, marg­ir þeirra á hjól­um. Óslit­in hefð hef­ur verið fyr­ir lands­móti fyrstu helg­ina í júlí síðan þá. Snigl­ar sinntu lengi vel gæslu víða og kom það fyrst til vegna neyðarástands sem kom upp við ferj­una Smyr­il á Þjóðhátíð 1986. Mik­ill mann­fjöldi reyndi að ryðjast um borð en Snigl­ar sem þarna voru komn­ir til að taka þátt tóku sig til og pössuðu að hleypa inn á bryggj­una í skömmt­um svo að eng­inn træðist und­ir. Sú rögg­semi spurðist út og fljót­lega höfðu Snigl­ar nóg að gera við gæslu.

Fyrst og fremst hags­muna­sam­tök Hags­muna­gæsla hef­ur þó löng­um verið það sem að starf Bif­hjóla­sam­taka lýðveld­is­ins snýst um. Snigl­ar hafa löng­um beitt sér fyr­ir slysa­vörn­um á einn eða ann­an hátt. Fyrst kom það til með ár­leg­um vor­fund­um Snigla og lög­regl­unn­ar með Ómar Smára Ármanns­son í for­svari. Árið 1992 gáfu svo Snigl­ar út fyrsta for­varn­ar­efni sitt en það voru fimm sjón­varps­inn­skot sem einnig voru sýnd í bíó­hús­um. Vakti efnið at­hygli og þá einnig út fyr­ir land­stein­ana. Sama ár urðu líka mikl­ar hækk­an­ir á bif­hjóla­trygg­ing­um og Snigl­ar gagn­rýndu bif­hjóla­kennslu sem var lít­il sem eng­in.

Þegar sam­tök­in urðu 10 ára var hald­in veg­leg af­mæl­is­sýn­ing í Laug­ar­dals­höll þar sem um 200 mótor­hjól voru til sýn­is. Árið 1995 gengu Snigl­ar í Evr­ópu­sam­tök bif­hjóla­fólks (FEMA) og eru þar enn. Um­ferðarátak hef­ur verið nán­ast ár­leg­ur viðburður hjá sam­tök­un­um og 1997 voru gerð fleiri sjón­varps­inn­skot. Snigl­ar létu gera slys­a­rann­sókn árið 2001 sem náði yfir öll slys á 10 ára tíma­bili, frá 1991-2000. Nokkr­um árum seinna fengu Snigl­ar full­trúa í Um­ferðarráði sem þeir hafa haldið síðan. Síðustu ár hafa Snigl­ar látið enn meira til sín taka í hags­muna­starfi bif­hjóla­fólks og haft áhrif á breyt­ingu á um­ferðarlög­um, átt í góðu sam­starfi við Vega­gerðina um betri vegi fyr­ir bif­hjóla­fólk og haft full­trúa í starfs­hópi inn­an­rík­is­ráðuneyt­is um um­ferðarör­yggi, Deca­de of Acti­on.

Stjórn Snigla 2021 - 2022

Þorgerður Fríða Guðmundsdóttir,formaður
Sveinn Óðinn Ingimarsson, varaformaður
Steinmar Gunnarsson, ritari
Jokka G Birnudóttir, gjaldkeri
Netfang: 2459@sniglar.is
Hafsteinn P Kjartansson, meðstjórnandi
Tölvupóstur til stjórnar
myndagallerý