Við ökum af öryggi
og komum heil heim

Velkomin á vef Sniglanna. Við leggjum áherslu á öryggi og ánægju í umferðinni.

skoða betur
örugg hjólamennska

Sniglar hafa öryggið ávallt í fyrirrúmi.  Við viljum að allir komi heilir heim.  Förum varlega og virðum reglur.

öflugt félagsstarf

Félagsstarf Snigla er fjölbreytt og öflugt. Við stöndum saman og hittumst reglulega.

fræðsla og upplýsingar

Þekking og reynsla kemur okkur lengra. Með hagnýtum námskeiðum og góðum tengslum eflum við hjólamennskuna.

fréttaveita sniglanna
Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
11/6/2019

Kraftaklerkurinn, samstarfsverkefni Snigla, Mótorhjólamessunar og Grillhússins, skilar Grensásdeild 620 þúsund

lesa meira

Fyrir hvað stöndum við?

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar vinna fyrir mótorhjólafólk á Íslandi og að
gera veg þeirra sem bestan.

félagsstarf

Hvort sem það er að skipuleggja viðburði eða að fá hagstæð tiboð fyrir félagsmenn okkar að þá leggjum við okkar af mörkum.

umferðaröryggi

Sniglar veita veghöldurum aðhald og og ýta á að vegbúnaður sé öruggur fyrir mótorhjólafólk.

baráttumál

Tryggingamál, betra lagaumhverfi, réttlátari gjöld eða erlend samskipti.  Sniglar vinna fyrir þig.

Ertu að hjóla? Við viljum fá þig í hópinn. Skráðu þig í Sniglana.

Markmið Snigla er að stuðla að þekkingu og öryggi í hjólamennsku. Sniglar halda vel hópinn og miðla af öflugri reynslu.

Félagsstarfið er fjölbreytt og skemmtilegt. Þú kynnist skemmtilegu fólki um leið og þú eflir þig í hjólamennsku.  Skráðu þig í Sniglana, við tökum vel á móti þér.

Skráning

Baráttumál Snigla á árinu 2018.

Við setjum mörg mál á oddinn. Á hverju ári veljum við að heyja baráttu við nokkur mál sem á okkur brenna.

Á þessu ári tökum við á nokkrum þáttum sem skipta okkur miklu máli varðandi öryggi í umferðinni.

lesa meira

Sniglar 1. maí

Ljósmynd: Árni Sæberg

viðburðir
Engir viðburðir skráðir í augnablikinu.