28/4/2024

Afmælissýning Snigla í sýndarveruleika

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hjólamenningin

Bifhjólasýning Snigla fær framhaldslíf

Ef þú misstir af bifhjólasýningu Snigla um síðastliðna páska þarftu samt ekki að örvænta.

Sýningin hefur nefnilega opnað aftur í netheimum með aðstoð sýndarraunveruleika.

Með því að smella á þennan hlekk,  getur þú heimsótt sýninguna í þrívídd og skoðað mótorhjólin frá öllum hliðum.

Á sýningunni voru hátt í 140 mótorhjól af öllum gerðum og stærðum og segja má að sjón sé sögu ríkari.

Uppsetning sýningarinnar í þrívídd var unnin af Hermanni Valssyni í samvinnu við Bifhjólasamtök Lýðveldisins.

...

Nýlegar fréttir