1/4/2024

40 ára afmæli Snigla

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hjólamenningin

1.apríl 1984 voru Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar, formlega stofnuð

22 einstaklingar komu að stofnun samtakana, en í dag erum við um 2700 manns og er það er vel.

Frá því að vera klúbbur fólks sem ruddu brautina í ýmsum málum yfir í að vera hagsmunasamtök fyrir bifhjólafólk,  má segja að samtökin hafi vaxið og þroskast samkvæmt tíðaranda hverju sinni.

Sniglar hafa verið ötulir að vinna fyrir bifhjólafólk og eru m.a. í samstarfi við FEMA sem eru hagsmunasamtök bifhjólafólks í Evrópu, Samgöngustofu og Vegagerðina svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að vekja athygli fólks á umferð bifhjóla, og hefur slagorðið "Líttu tvisvar" sett svip á baráttu Snigla við sýnileika í umferðinni

Í tilefni afmælisins var slegið í veglega mótorhjólasýningu og er síðasti dagur sýningarinnar í dag, frá kl 10-18 í Porsche sal Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9.

Hvetjum við alla til að koma og sjá, og samgleðjast Sniglum með áfangann.

Samtökunum hafa borist góðar kveðjur og gjafir og þökkum við kærlega fyrir hlýhug í garð Snigla

Sniglar munu halda áfram að halda upp á fertugsafmælið næstu mánuði

Til hamingju með daginn Sniglar!

...

Nýlegar fréttir