26/6/2013

Landsmót, trúss og fleira

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Landsmót

Nú styttist óðum í Landsmót en þegar þessi orð eru skrifuð er vika í að Landsmót hefjist. Landmót verður með nokkuð hefðbundnu sniði í ár líkt og undanfarin ár. Boðið verður upp á dúndur böll og tónleika og meðal þeirra sem munu spila eru Sniglabandið, Vintage Caravan og Chernobyl ásamt fleirum. Saxar munu grilla ofan í mannskapinn og súpan verður á sínum stað ásamt hjólaleikjum og AA-fundum.

Þeim sem þurfa að koma farangri norður stendur til boða að koma trússi í bíl í Skerjafirðinum á opnu húsi næstkomandi miðvikudag, 3. júlí, og verður miðað við það að flutningur á 1 svörtum ruslapoka kosti 1000 krónur.

Skeljungur býður kostakjör alla Landsmóthelgina sé greitt með orkulykli eða 12 krónu afsláttur af hverju lítra. Þeir sem ekki eru með orkulykil geta komið fengið lykil á opnu húsi á næsta miðvikudag.

...

Nýlegar fréttir