25/3/2019

Mætum á vorfund Snigla og Samgöngustofu 29. apríl í Laugardalshöll kl. 16:30

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Hagsmunamál

Vorfundur Bifhjólafólks, sem haldinn er í samstarfi Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla og Samgöngustofu verður haldinn 29. apríl í Laugardalshöll klukkan 16:30. Dagskrá fundarins er ekki að fullu frágengin en reiknað er með tveggja tíma fundi og kaffi og veitingum á eftir. Á fundardagskrá eru hefðbundin málefni eins og öryggismál mótorhjólafólks og fyrirlestur um undirbúning fyrir langferðir. Þá verða fulltrúar lögreglu og Vegagerðar til staðar með fróleiksmola handa viðstöddum. Við vonumst til að sjá sem flesta til að hleypa af stað góðu hjólasumri.


...

Nýlegar fréttir