1/5/2019

Í tilefni af 35 ára afmæli Sniglanna mun Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, leiða Hópaksturinn í dag

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Hjólamenningin

Í tilefni af 35 ára afmæli Sniglanna mun Hilmar Lúthersson, Snigill nr. 1, leiða Hópaksturinn í dag

Veðrið lofar góðu fyrir Snigla og annað mótorhjólafólk fyrir hinn árlega hópakstur 1. maí sem fram fer eftir fáeinar stundir. Nú bregður svo við að samtökin eru líka 35 ára gömul í ár og af því tilefni munum við brydda upp á ýmsum nýjungum. En fyrst, til að fagna þessari 35 ára tilveru samtakanna höfum við fengið Hilmar Lúthersson, Snigil nr. 1, til að leiða hópaksturinn í dag. Hann verður að þessu sinni í hliðarvagni á glæsilegu BMW hjóli Njáls Gunnlaugssonar fyrrverandi formans.

Það er mjög við hæfi að hann njóti þess að sjá afrakstur síns starfs og annarra í góðri mætingu og frábærri stemmningu í dag.

Við vonumst til að sjá sem flest mótorhjólafólk á eftir og eiga góðan dag saman - veðrið gerist ekki betra, tilefnið er frábært og núna sýnum við samtakamátt og njótum dagsins saman. Minnið félagana á hópaksturinn, dustið rykið af gallanum.

Við byrjum að safnast saman neðst á Laugavegi klukkan 11:00!

Hilmar Lúthersson.

...

Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira
Höfundur: 
Njáll Gunnlaugsson
Birt þann:
10/1/2018

Fjöldi bifhjólamanna sem látast í umferðarslysum við vegrið fer nú ört vaxandi í Svíþjóð með fjölgun vegriða þar í landi.

lesa meira