31/12/2020

Herferð Snigla - nýárskveðja frá formanninum

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Forvarnir

Nú líður að enda þessa árs, 2020

Veiran setti stórt strik í reikninginn fyrir starfssemi stjórnar Snigla, en starfið fólst aðallega í að aflýsa viðburðum, líkt og hópkeyrslu 1.maí, vorfundi, og ýmsu fleiru sem bíður næsta árs.

En við gerðum þó ýmislegt, tókum félagsheimili Snigla i gegn, snurfusað og málað, og á opnum kvöldum í sumar mættu mjög margir til skrafs og ráðagerðar.

Hörmuleg slys urðu í sumar, og heiðrum við minningu fallinna félaga í hjörtum okkar og huga.

Það má nefna hina óendanlegu samstöðu mótorhjólafólks eftir hörmuleg slys á Kjalarnesi, en mjög margir mættu hjá Vegagerðinnni og var það falleg og táknræn athöfn. Sniglar hafa svo í framhaldi hafið samstarf við Vegagerðina, en um það má lesa neðar á síðunni.

Þessi mynd í herferð Snigla er formaðurinn okkar, Þorgerður Guðmundsdóttir, hennar setning er " Ég er móðir, hvað ert þú?", en við erum öll í ólíkum hlutverkum í lífinu, við erum öll mæður, feður, systur, bræður, dætur og synir. Vinir og vinkonur, það er alltaf einhver sem bíður eftir að við komum heim, eða vill að það sé í lagi með okkur.

Sniglar óskar öllum bifhjóla-landsmönnum gleðilegs nýs árs, með þökkum fyrir árið sem er að líða

Megum við öll þenja hjól, spæna dekk, eyða bensini, og safna kílómetrum á komandi ári

Kær kveðja

Stórn Snigla

Myndina tók Ívar Helgason. ljósmyndari, https://www.instagram.com/ivarphoto/?fbclid=IwAR3M3Tff2w6tFBBE2_q-nWfBilKqv3QJ9GDR9Q--07RHlxCcP7RwNCvfWZwhttps://www.instagram.com/ivarphoto/?fbclid=IwAR3M3Tff2w6tFBBE2_q-nWfBilKqv3QJ9GDR9Q--07RHlxCcP7RwNCvfWZw

https://www.facebook.com/ivarphoto/

Endanlegt útlit, Guðrún Fjóla Guðmundsdóttir

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir