27/6/2014

Afmælislandsmót 2014 í Húnaveri

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Landsmót

Eins og alþjóð veit verður Landsmót Snigla í Húnaveri helgina 4-6 júlí. Að venju verður heilmikið skemmtilegt um að vera, böll og tónleikar með flottum hljómsveitum, leikir, súpa, grill og margt fleira. Þær hljómsveitir sem munu spila fyrir okkur í ár eru Helgi og hljóðfæraleikararnir, Dimma, Sniglabandið og Elín Helena ásamt 1-2 „surprise“ böndum.

Verðlaun verða veitt fyrir Búninga, lengst að komni erlendi og innlendi mótsgestur, Herra landsmót 2014, fröken landsmót 2014, mesti mótorhjólatöffarinn. Birt með fyrirvara um breytingar og óvæntar uppákomur

Dagskrá:

Fimmtudagur : Mótssetning, Sykurpúða-partýFöstudagur : Súpa, Ratleikur fyrir 4-6 í hóp (skráning í hliði), Helgi og hljóðfæraleikararnir, Dimma

Laugardagur: Kandýfloss og blöðrur, Leikir, Matur, Ottoman, Elín Helena, Verðlaunaafhending, Sniglabandið

Miðaverðið á landsmót 2014:

9500 kr. Passi öll helgin2500 kr. 

Dagpassi (ekki grill, súpa né böll)4500 kr.

Föstudagspassi (með súpu og balli)6500 kr. 

Laugardagspassi (með grilli, verðlaunaafh. og balli)

Í boði er að vinna sér inn fyrir helgarpassa með vinnuframlagi (vöktum í hliði o.fl.). Þeir sem hafa áhuga á því geta haft samband í tölvupósti á 1049@sniglar.is eða 1952@sniglar.is. Þeir sem fyrstir eru til að senda póst ganga fyrir.

Maturinn á laugardagskvöldið kemur frá grillvagni Bautans og matseðillinn er:

Piparmarinerað heilgrillað foladafileGrísahnakki sweet chiliÚrbeinuð kjúklingalæri BBQ.
Ferskt blandað salatKartöflusalatHvítlaukssósaSveppasósa heit.
Brauð og smjörDiskar, hnífapör og servettur

Að sjálfsögðu verður frítt í göngin á meðan fjörinu stendur eða frá kl 8:00 á fimmtudagsmorgni til 24:00 á sunnudegi en það gildir a sjálfsögðu aðeins fyrir bifhjól.

Og að lokum er vert að benda á að enginn þarf að fara í hjólaköttinn í ár því verslunin KÓS á Laugavegi veitir 30% afslátt af öllum hjólavörum (hanskar, hjálmar, skór, goretex, leður) og geta landsmótsgestir því dressað sig upp fyrir fjörið. Afslátturinn gildir til 5 júlí

...

Nýlegar fréttir