24/4/2019

Vorfundur Snigla mánudaginn 29. apríl í Laugardalshöll kl. 16:30

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Fundir

Vorfundur Bifhjólafólks, sem haldinn er í samstarfi Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla og Samgöngustofu verður haldinn 29. apríl í Laugardalshöll klukkan 16:30. Reikna að er með að dagskrá fundarins taki um tvo tíma með fyrirlestrum m.a. frá Hirti Líklegum og fleirum og kaffi og veitingum á eftir. Á fundardagskrá eru hefðbundin málefni eins og öryggismál mótorhjólafólks og fyrirlestur um undirbúning fyrir langferðir. Þá verða fulltrúar lögreglu og Vegagerðar til staðar með fróðleiksmola handa viðstöddum.

Við vonumst til að sjá sem flesta til að hleypa af stað góðu hjólasumri. Ekki missa af kaffi og með því og forvitnilegum upplýsingum.

...

Stikkorð:
No items found.
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira