Þann 1.-2. maí næstkomandi mun stór hjólasýning verða haldin í Laugardalshöll. Það eru Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar og Mótorhjólasafn Íslands sem standa að sýningunni í sameiningu. Mótorhjól í fortíð, nútíð og framtíð er yfirskrift sýningarinnar. Hugmyndin með sýningunni að vekja athygli á öllum vélknúnum, tvíhjóla ökutækjum hvort sem þau eru bensínknúin eða rafknúin. Þar verður hægt að sjá mótorhjólasöguna á Íslandi og jafnvel að skyggnst inní framtíðina. Búast má við um það bil 200 mótorhjólum á sýninguna sem verður öll hin glæsilegasta. Einnig verða básar frá sýningaraðilum með því nýjasta sem þeir hafa uppá að bjóða. Ætla má að þeir sem aðhyllist vélknúinn tvíhjóla lífsstíl muni finna eitthvað við sitt hæfi á sýningunni.
...