12/3/2018

Sniglar telja veggjöld á mótorhjól óraunhæf

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál
‍Vegir þeir sem lagt hefur verið til að innheimta veggjöld á.

Í umræðu um uppbyggingu þjóðvega út frá höfuðborgarsvæðinu og innheimtu veggjalda í framhaldi af því vilja Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar koma eftirfarandi á framfæri:

Fyrirsjáanlegt er að kostnaður fyrir bæði veghaldara og bifhjólafólk vegna innheimtu veggjalda yrði mikill þar sem að það krefst meiri tæknibúnaðar fyrir ómannaðar stöðvar. Tekjur af slíkri innheimtu yrði á móti mjög lítill þar sem að bifhjól borga mun minna af slíkri notkun en bílar. Til samanburðar er ein ferð í Hvalfjarðargöngin með bíl 1.000 kr en fyrir bifhjól 200 kr. Því leggja samtökin það til að einfaldlega verði sleppt að rukka bifhjól um veggjöld þar sem ekki eru mönnuð hlið til innheimtu.

Að auki hafa Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar áhyggjur af hvernig vegbúnaður þessara stofnbrauta verður. Ef notkun víravegriða verður með sama hætti og hingað til þar sem víravegriðin eru þétt upp við akbrautina mun það auka hættu á alvarlegum meiðslum, falli bifhjólamaður í götuna á slíkum stað. Vilja Sniglar því hvetja veghaldara til að íhuga alvarlega aðra möguleika, sé þess nokkur kostur.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir