29/1/2019

Sniglar minna á greiðsluseðlana!

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson

Hjálpaðu okkur að gæta hagsmuna þinna og greiddu greiðsluseðilinn í heimabankanum!

Minntu hjólafélagana á að skrá sig í Sniglanna með því að deila þessu á vegginn þinn.

Á síðasta ári tókst okkur að fjölga félögum verulega og slagkraftur starfsins er að aukast samhliða félagafjölda.

Mundu að hjá Bifhjólasamtökum lýðveldisins finnur þú félaga til að hjóla.

Nýttu tækifærið til að koma þínum áhugamálum á dagskrá.

Sniglar eru fjölbreyttur hópur mótorhjólafólks um allt land.

Áherslumál Snigla eru;
• Félagsstarf
• Umferðaröryggismál
• Tryggingamál og betra lagaumhverfi

Árgjaldinu fylgja merki, númer og stærsta bakland
mótorhjólafólks á landinu.

...

Stikkorð:
No items found.
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira