11/2/2019

Sniglar boða til aðalfundar 2. mars kl. 11:00

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Fundir

Þann 2. mars næstkomandi kl. 11:00 er boðað til aðalfundar hjá Sniglum og hvetjum við sem flesta til að mæta í félagsheimilið Skeljanes í Skerjafirði, bjóða krafta sína til verka og styðja við málefnavinnu Snigla.

Hefðbundin aðalfundarstörf eru á dagskrá auk kosningar um formann, stjórn og varastjórn. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki um tvær klukkustundir.

Vakin er athygli á því að kosningarétt hafa félagsmenn sem hafa greitt félagsgjöld. Árið í fyrra var Sniglum hagstætt þar sem meðlimum fjölgaði vel og því eru góð tækifæri til virks félagsstarfs á árinu.

Við hlökkum til að sjá ykkur - og minnum á greiðsluseðilinn í heimabankanum. Samstarf gefur slagkraft!

...

Stikkorð:
No items found.
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
18/2/2019

Á FEMA fundi í febrúar var farið yfir fjölda hagsmunamála mótorhjólafólks en Sniglar gæta þar hagsmuna Íslendinga sem þurfa að innleiða löggjöf frá Evrópusambandinu. Þar kom líka fram að Sniglar uxu hraðast allra mótorhjólaklúbba í Evrópu sem eiga aðild að FEMA, eða um 79%.

lesa meira