Fundur Snigla og Vegagerðarinnar
Grunnur lagður að framtíðar samstarfi Snigla og Vegagerðarinnar
Föstudaginn 18. Desember síðastliðinn, va rhaldinn fyrsti formlegi fundur Snigla og Vegagerðarinnar með það að markmiði að hefja samtal og samstarf til framtíðar, þar sem báðir aðilar koma að borðinu og ræða öryggismál bifhjólafólks með tilliti til vegyfirborðs, merkinga og vegumhverfis.
Áður en ég greini lauslega frá efni fundarins,langar mig að fara aðeins yfir það, hver var kveikjan að þessu fyrirhugaðasamstarfi.
Í kjölfar banaslyssins á Kjalarnesisíðastliðið sumar, kom upp mikil ólga í samfélagi bifhjólafólks um allt landið.Mikið var um skotgrafahernað gegn Vegagerðinn og verktökum sem koma að vegagerð. Menn fóru mikinn á samfélagsmiðlum og í athugasemdakerfum fréttamiðla og þar var jafnvel ráðist að starfsfólki og stjórnendum Vegagerðarinnar og vegavinnuverktaka. Skiljanlega voru menn reiðir og sárir í kjölfar þessa hræðilega slyss, en að mínu mati er lítil hjálp í því að úthúða starfsfólki og stjórnendum þessara fyrirtækja. Það sem aftur á móti er hægt að gera, er að tala við fólk og athuga hvort ekki sé einhver grundvöllur til samstarfs milli bifhjólafólks og Vegagerðarinnar.
Með þetta í huga ákvað ég að senda forstjóra Vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur, póst í mínu eigin nafni og óska eftir fundi fyrir hönd bifhjólafólks. Hún tók þessu ákaflega vel og skömmu síðar hittumst við á fundi; ég og Njáll Gunnlaugsson, Bergþóra, Stefán lögfræðingur og Birkir Hrafn byggingaverkfræðingur.
Á þessum fundi var farið yfir ýmis mál sem á okkur brenna, bæði sem þarfnast tafarlausra viðbragða, sem og mál sem þarf að taka fastari tökum til framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að þessi fundur heppnaðist með miklum ágætum og í beinu framhaldi var ákveðið að hittast aftur til að ræða þá fleti sem yrðu til umræðu til að byrja með og að fá að borðinu þá sem koma til með að vinna að þessum málum fyrir hönd bifhjólafólks og Vegagerðarinnar.
Þá að fundinum 18. Desember:
Hann sóttu fyrir hönd bifhjólafólks: SteinmarGunnarsson, Njáll Gunnlaugsson, Gunnar Rúnarsson og Þorgerður Hoddó Guðmundsdóttir formaður Snigla.
Frá Vegagerðinn voru þau Bergþóra forstjóri,Stefán lögfræðingur og Birkir verkfræðingur.
Efni fundarins var að ræða hvernig málum yrði háttað til framtíðar, milli Snigla og Vegagerðarinnar. Ákveðið var að Steinmar,Njáll og Gunnar munu sitja þessa fundi fyrir hönd bifhjólafólks og fyrir hönd Vegagerðarinnar verða Birkir og tveir eða þrír aðrir starfsmenn, sem ég man ekki nöfnin á og voru ekki á þessum fundi.
Fundarmönnum voru kynntar tillögur að nýjum verklagsreglum sem kynntar verða á nýju ári Skýrari reglur verða settar um hvaða þættir geta haft áhrif til stöðvunar framkvæmda. Einnig kom fram að svokölluð holrýmd malbiks, verður aukin, en það er þáttur sem hefur áhrif til hækkunarskrikstuðuls (malbikið verður ekki eins hált). Vegagerðin er að taka í notkun tvö ný tæki til hálkumælinga og munu þau gefa niðurstöður í rauntíma og vera mun einfaldari í notkun en gamla tækið. Einnig kom fram að ekki þarf nema einn starfsmann til að nota tækið, þar sem þurfti tvo á það gamla.
Það kom einnig fram að Vegagerðin fagnar því að bifhjólafólk vill koma að þessum málum og vinna að lausnum til handa bifhjólafólki og öðrum vegfarendum, því ekki erum við ein á vegunum. Margt fleira var rætt, eins og gefur að skilja, en að svo komnu máli get ég ekk igreint frá öllu því sem fram fór á fundinum, einfaldlega vegna þess að ekki er byrjað að kynna viðkomandi hópum frá efni þessara áætlana.
Fljótlega eftir áramót verður boðað til fyrsta formlega fundarins og mun ég skrifa pistil um efni hans og það sem fer manna á milli. Pistlarnir verða birtir á heimasíðu Snigla.
Með (h)jólakveðju
Steinmar #1858
...