5/12/2020

Rafhjólaferð Snigla 2020

Höfundur:
Steinmar Gunnarsson
Hjólamenningin

Rafmögnuðhringferð 2019

Tilurð og framkvæmd hringferðar um Ísland árafmagnsbifhjólum

Það var á haustfundi Fema haustið 2017, sem égsá rafmagnsmótorhjól með eigin augum í fyrsta sinn. Fram að þeim tíma hafði églesið greinar um rafhjól og fundist þau mjög áhugaverður kostur, þó svo aðdrægnin hafi yfirleitt ekki verið upp á marga fiska. Á þessum fundi var kynningá rafhjólum og frásögn umboðsmanns og eiganda rafhjóla af gerðinn Energica, enþau eru framleidd í borginni Modena á Ítalíu.

Réttu ári seinna, rakst ég á þennan samaumboðsmann á mótorhjólasýningu í Köln. Þar skaut ég að honum spurningunni: Getég fengið lánað rafmagnshjól hjá þér til að fara hringinn um Ísland ?  Svarið var svohljóðandi: Nei…. (éghugsaði; ok, það mátti prufa)… ég vil frekar koma með 2 hjól og við förumhringinn saman !

Þátttakendur

Í ferðinni tóku þátt Steinmar Gunnarssonformaður Snigla, , Kristján Gíslason Hringafari, Björgvin Ámundasonmyndatökumaður og allsherjar-reddari Ásdís Baldursdóttir bílstjóri, MarchelBulthuis umboðsmaður Energica og Ingrid Bulthuis aðstoðarmaður.

Styrktaraðilar

Þeir sem styrktu ferðina voru; Sniglar, OrkaNáttúrunnar,, Electric Motorcycles, Smyril Line, Hringfarinn og ekki síst öllumbifhjólaklúbbunum, hringinn um landið, sem tóku á móti okkur á leiðinni.

Hringferðin

Ég og Björgvin myndatökumaður ókum Kona-bíl(rafdrifnum) austur á bóginn að morgni dags og enduðum á Reyðarfirði umkvöldið. Við hlóðum tvisvar á leiðinni; á Klaustri og á Stöðvarfirði. Reyndarvar hleðslan á Stöðvarfirði í styttra lagi og ákvað ég því seinni part nætur(ég átti erfitt með svefn) að renna aftur á Stöðvarfjörð og hlaða meira, til aðvera viss. Þess ber að geta að þetta var í fyrsta skipti sem ég og Björgvinkomum nálægt því að nota rafknúið farartæki, svo óvissan var svolítið stórþáttur, en það lærðist þegar á leið. Eftir snemmbúinn morgunmat, héldum við tilSeyðisfjarðar og biðum eftir Marchel og Ingrid og bættust Kristján og Ásdískona hans í hópinn innan skamms. Ekki þurftum við að bíða lengi, því þeim varbara veifað í gegnum tollskoðun og við gátum heilsast og byrjað hina eiginlegurafhjólaferð. Við byrjuðum á að taka tvö hjól úr vagninum og Marchel sýndiokkur hvernig væri best að bera sig að við akstur og notkun tækjanna. Spennanvar mikil þegar við lögðum af stað upp Fjarðarheiði; þar kom strax í ljós afliðsem býr í þessum hjólum; Hestöflin eru reyndar ekki nema 104, en togið erheilir 180 Nm.

Það var kalt í veðri en spenningurinn svomikill að manni varð ekkert kalt. Það hafði snjóað á Fjarðarheiði þessa nótt.Um klukkustund síðar vorum við komin að álveri Fjarða-áls við Reyðarfjörð. Þarvar starfsmönnum boðið að skoða hjólin og nokkrir fengu að prufa. Öllum hópnumvar svo boðið í mat í hádeginu og mikið spjallað. Meðan á máltíðinn stóð, voruhjólin sett í hleðslu úti á bílaplani og voru þess vegna fullhlaðin og sprækþegar við komum út í rigninguna sem átti eftir að gera okkur lífið leitt þanndaginn og næsta. Frá Reyðarfirði var ekið upp á Hérað og við gerðum stopp á N1planinu, hittum nokkra hjólara frá Goðum, ásamt því að hlaða hjólin, því þaðvar ljóst að við þessar aðstæður sem voru þennan dag, var drægnin ekki sú semvið vorum að vonast eftir. Drægnin er uppgefin ca. 120-160 km á hleðslunni, enþá er miðað við ca. 15°C eða meira. Þennan fyrsta dag náði mesti hitinn 8°C. Viðókum sem leið liggur eftir Hringveginum, stoppuðum á Skjöldólfsstöðum og hlóðumalveg í drep þar, því ég taldi öruggt að við myndum ekki ná óhlaðnir á næstuopinberu hleðslustöð í við Fosshótel í Mývatnssveit, en sá leggur er 117km. Afþeim sökum var ég búin að ná tali af Villa í Möðrudal á Fjöllum og fá vilyrðifyrir hleðslu hjá honum. Sú vegalengd er ekki nema 58km, en hækkunin ca. 350metrar. Þetta er sem sagt allt upp í móti, Kári blés beint í fangið oghitastigið fór niður í 2°C. Ég rétt náði í Möðrudal á mínu hjóli, en Kristjánátti smá inni. Hann reyndist mun sparneytnari ökumaður en ég, en það munaðiákaflega litlu á aksturstíma hjá okkur þó hann færi rólegar yfir. Eftir hleðsluÍ Möðrudal var haldið áleiðis að Fosshóteli við norðanvert Mývatn. Sá leggur er63 km og var ekinn að mestu í norðan hvassviðri, myrkri, rigningu og 2-3 stigahita. Þetta voru ekki þær hugmyndir sem ég hafði haft um skemmtilegan hjólatúr.Þegar við komum að Fosshóteli í Mývatnssveit var stungið í samband, Björgvinhjálpaði mér að skipta um sokka og setja plastpoka utan um þá áður en farið varí stígvélin. Regngallann hafði ég farið í þegar við vorum í Möðrudal, en ég varsamt orðinn blautur og átti eftir að blotna meira. Síðasti leggurinn var ísvartamyrkri, ausandi rigningu og hitinn fór niður undir frostmark. Eini ljósipunkturinn við þennan legg var að hann var tiltölulega stuttur, allur undanfæti og maður var farinn að sjá rúmið í hillingum og þarna var rafmagnið ekkisparað. Þegar klukkan var að verða eitt um nóttina, komumst við með hjólin íhleðslu, gallar, skór og hjálmar fóru í þurrk og við sjálfir í bælið eftirheita sturtu.

Að morgni föstudagsins var ausandi rigning,hiti 8°C en nánast logn. Eftir morgunmat fórum við með hjólin og bílana á stæðihjá Orkunni og stilltum upp fyrir sýningu dagsins, sem var haldin í samstarfivið Náttfara. Það var mikið rennerí af fólki og margir mjög áhugasamir umhjólin og mest hissa voru menn á því að þau skyldu líta út eins og mótorhjól;ég veit svo sem ekki hvaða hugmyndir menn höfðu um útlitið. Ekki voru nú allirtrúaðir á að rafhjól ættu nokkra framtíð fyrir sér og var mér gerð skýr greinfyrir þeirri skoðun eins gestanna. Það komu margir gestir þennan dag og viðskiptumst á skoðunum við marga, bæði hjólafólk og aðra áhugasama vegfarenduríslenska sem erlenda. Dagurinn tókst mjög vel og seinnipart dagsins var pakkaðsaman og við ókum sem leið liggur um Aðaldal, Ljósavatnsskarð og undurhlýVaðlaheiðargöng til Akureyrar þar sem við gistum um nóttina.

Á laugardeginum var morgninum var eytt ímyndatökur og að sýna hjólin í miðbæ Akureyrar. Klukkan 14 var svo opnuð sýningá hjólunum við Mótorhjólasafnið, í samvinnu við Tíuna. Þangað mættu margir ogþótti mörgun nokkuð til koma, en allnokkrir fengu að prófa hjólin og sumir voruyfir sig hrifnir, meðan aðrir voru meira til baka í fögnuði sínum. Sýninginþóttist takast mjög vel og óhætt er að segja að eitt hjól hafi vakið mestaathygli, kannski ekki fyrir fegurð, en þó fyrir sérstætt útlit, en það er hiðfagurgræna Johammer. Margir sem á það settust brostu sínu breiðasta.

Að kvöldi dags voru hjólin hlaðin og vegnadrægnikvíða sem hafði gert vart við, fórum við með hjólin í Þelamerkurskóla,þar sem þeim var stungið í samband og geymd þar yfir nóttina.

Þegar við fórum á fætur, eldsnemma, ásunnudagsmorgni, var haldið rakleiðis í Þelamörk, hjólin tekin úr hleðslu ogekið beinustu leið í Varmahlíð, en þar var fyrsta hleðsla dagsins, drukkinnkaffisopi og undirritaður teipaði saman regngallann, sem var örlítið farinn aðgefa sig. Áfram var haldið og næsta stopp var Blönduós þar sem enn var hlaðiðog því næst var stefnan tekin í Staðarskála þar sem öllum farartækjum varstungið í samband. Þar varð líka eina óhapp ferðarinnar, en það atvikaðistþannig að undirritaður velti einu hjólinu og lenti það utan í framhurð ásplunkunýjum bíl. Engin slys urðu, nema á stoltinu; það fékk væna rispu, enallt fór vel að lokum. Þetta varð þó til þess að hjólið sem ég hafði ekið framtil þessa fór að vera með þau leiðindi að vilja ekki taka hraðhleðslu, en þaðvar leyst með því að úthluta mér öðru hjóli, sem mér þótti miklu skemmtilegraað keyra, enda með miklu betri fjöðrun, mýkra sæti, hraðskreiðara á litinn, enað öðru leyti eins. Ekið var sem leið liggur fram Hrútafjörð og upp og yfirHoltavörðuheiði, út Norðurárdal og ekki stoppað fyrr en á N1 í Borgarnesi, enþar var hjólunum stungið samband. Því næst var haldið í Samgöngusafnið í Brokeyþar sem Raftar tóku vel á móti hópnum, sem og gestum og gangandi. Mættur var ástaðinn blaðamaður einn, kallaður Liklegur. Hann fékk lánað eitt hjól og tókgóðan rúnt á því og kom skælbrosandi til baka. Ég er samt ekki viss um að hannsé full-sannfærður, en við fengum góða umfjöllun í Bændablaðinu.

Frá Borgarnesi var haldið rakleiðis suður íKapelluhraun í Hafnarfirði, en þar skildi spyrnt við bensínhjól. Marchel valdiöflugasta hjólið úr kerrunni (145 hö/215 Nm) og mótherjinn var ekki af minnigerðinni; Suzuki Haybusa. Skemmst er frá því að segja að frá byrjunarlínu, fyrstu200 metrana, var varla sjáanlegur munur á milli hjóla, en það var sem rafhjóliðkæmist ekki hraðar og Hayabusan stakk af og var langt á undan í mark. Reynt varþrisvar sinnum, en alltaf var Hayabusan fljótari. Það er gaman að segja fráþví, vegna þess hversu lítið heyrist í rafhjólinu, gat maður hlustað á vælið íafturdekki Hayabusunnar brautina á enda.

Mánudagurinn rann upp, þurr, en frekar svalur;8.2°C. Við létum það ekki á okkur fá, en héldum þess í stað í bæjarferð áJohammer (Grænu Rækjunni) og Energica. Við rúntuðum um, fengum okkur kaffi ogsýndum okkur og sáum aðra. Seinnipart dagsins gerðum við okkur klár fyrirmálfundinn sem haldinn var hjá ON að Bæjarhálsi. Efni fundarins var ferðalagið,orkuskipti, net hleðslustöðva og almennar fyrirspurnir til hópsins. Að afloknumfundi svöruðum ég og Kristján spurningum fréttamanns Stöðvar 2, í beinniútsendingu. Einnig voru útvarpsviðtöl við okkur meðan á ferðalaginu stóð,oftast í morgunútvarpi, bæði á Rás 2 og Bylgjunni. Þegar þessu öllu var lokiðvar stefnan sett á Selfoss, þar sem við hittum Postula, sýndum hjólin ogspjölluðum. Þar kom einnig blaðamaður frá Sunnlenska og tók viðtal viðKristján.

Snemma þriðjudagsmorguns var mér og Kristjániboðið í morgunmat heima hjá Björgvin og konu hans, en þau búa á Selfossi. Eftirvel úti látinn morgunverð hittum við Marchel og Ingrid og gerðum okkur klár tilbrottfarar. Næsta stopp var á Hvolsvelli, en þar var hlaðið. Næst var stoppaðog hlaðið í Vík í Mýrdal og þar á eftir á Klaustri, en þar var líka tekin hádegispása.Eftir hádegishlé var ekið sem leið liggur á þjóðvegi 1 að Jökulsárlóni, en þarer einmitt hleðslustöð sem við notuðum. Næst var stoppað og hlaðið í Nesjum, ínágrenni Hafnar í Hornafirði. Þaðan lá leiðin í Lón og þar hafði mér tekist aðleigja sumarbústað í eigu starfsmannafélags KASK og gistum við þar um nóttina.Ekki var rafkerfi hússins til neinna stórræða, en þó nóg til að hlaða hjólinauðveldlega og gefa Teslunni smá orku í næsta legg. Þarna var farið að hlýna ografhlöðurnar farnar að standa sig mun betur sem gerði það að verkum aðdrægnikvíðinn var í algjöru lágmarki.

Á miðvikudagsmorgni var farið rólega af stað,enda næsti leggur ekki langur og tíminn notaður í kvikmyndatöku, mikið til úrdrónum. Við komum á Djúpavog um hádegisbil, settum tækin í samband, borðuðum ognutum veðursins, sem var með því best í ferðinni. Áfram var haldið umBerufjarðarströnd, Breiðdal og stoppað á Stöðvarfirði til að hlaða. Þaðan varstefnan tekin í náttstað á Reyðarfirði. Þetta var seinasti heili dagur hópsinssaman og nutum við þess að dóla okkur áfram, stoppa á áhugaverðum stöðum, takamyndir, drekka kaffi og spjalla. Oft var það þannig að þegar við vorum að hlaðahjólin, kom fólk og spurði hvað við værum að gera. Stutta svarið varnáttúrulega að við værum að hlaða hjólin, en þá rak fólk upp stór augu ogsagði; já, en þetta lítur út eins og venjulegt mótorhjól ! Það voru nefnilegasvo margir sem áttuðu sig ekki á því að hjólin væru rafknúin fyrr en þeir sáuþau í sambandi við hleðslustöð, nú eða heyrðu ekkert í þeim þegar ekið var framhjá.

Að morgni síðasta dagsins, var snæddurmorgunmatur í fyrra fallinu og síðan haldið af stað sem leið liggur fráReyðarfirði, yfir Fagradal upp á Hérað og þaðan beina leið yfir Fjarðarheiðiniður til Seyðisfjarðar. Þegar búið var að ganga frá hjólunum í vagninn,kvöddum við Marchel og Ingrid, þökkuðum þeim fyrir frábæra samveru og óskuðumþeim góðrar ferðar. Þau sigldu síðan beint til Danmerkur, þaðan sem þau tókustefnuna til Assen, en þar ætlaði Marchel að keppa í hringakstri rafhjóla ásunnudeginum, sem hann og gerði.

Kristján Gíslason hélt nákvæmt bókhald yfirallan sinn akstur og hversu oft hjólið sem hann ók var hlaðið. Hann ók samahjólinu allan hringinn.

Akstur: Energica hjól Kristjáns: 1682 km

Hlaðið í 28 skipti, sem þýðir aðmeðaltalsakstur milli hleðsla hefur verið um 60 km. Þetta gefur ekki rétta myndaf drægninni, þar sem hún fór frá því að vera 65km upp i 130km, en fyrstareglan sem við lærðum, var sú að það fyrsta sem maður gerið þegar maður stopparhjólið, er að stinga því í samband við hleðslu, svo getur maður tekið af sérvettlinga og hjálm. Hjólin voru hlaðin án tillits til stöðu rafhlöðunnar.

Þetta var í fyrsta skipti semrafmagnsbifhjólum er ekið hringinn um Ísland í skipulagðri ferð og óhætt er aðsegja að hún hafi tekist vel og margt sem af þessu mátti læra. Það kom í ljósað í sumum landshlutum er of langt á milli hleðslustöðva til að komast ánvandkvæða á milli. Þetta kemur þó ekki að sök í dag, þar sem drægni nýjustuhjólanna frá Energica, er allt að 400 kílómetrar.

Tenglar:

www.sniglar.is

www.on.is

www.electricmotorcycles.nl

www.hringfarinn.is

www.smyrilline.is

 

 

...

Stikkorð:
Engin stikkorð fundust.
Nýlegar fréttir