1/4/2019

Óskum eftir sjálfboðaliðum í umferðarstjórn vegna 1. maí hópaksturs

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Hjólamenningin

Að venju verður hópakstur Snigla haldinn þann 1. maí. Lögregla mun sjá um að loka akstursleiðum inn á Laugaveg frá kl. 11:00 en Sniglar þurfa að sjá um flest minni gatnamót og innákeyrslur. Það er áætlað að Sniglar þurfi um 20 sjálfboðaliða til verksins og er auglýst eftir þeim hér með.

Það má jafnframt geta þess að Sniglar bjóða sjálfboðaliðum í Kraftaklerkssnæðing á Grillhúsinu á Sprengisandi fyrir mótorhjólamessuna, sem þakklætisvott.

Þið getið boðið ykkur fram á Facebook síðu Snigla, eða sent tölvupóst á stjorn(att)sniglar.is

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir