3/3/2019

Ný stjórn Snigla tekur við störfum

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Fundir

Laugardaginn 2. mars var aðalfundur Snigla haldin í félagsheimili samtakanna. Ágæt mæting var og var ánægjulegt að fá framboð til stjórnar. Það fékkst ferskt blóð í stjórnina og urðu því á henni nokkrar breytingar.

Í aðalstjórn voru kjörin. Vilberg Kjartansson, Þorgerður Guðmundsdóttir, Steinmar Gunnarsson, Egill Matthíasson og Ingvar Örn Ingvarsson. Ingvar og Steinmar voru þar fyrir á fleti. Þá var Ari Karlsson kosinn í varastjórn en þar voru fyrir Gísli Jensson og Oddur Bjarnason.

Sértstök kosning er til formanns og var Steinmar Gunnarsson kosinn formaður en Njáll Gunnlaugsson hafði lýst yfir vilja til þess að rétta kyndilinn áfram.

Stjórn þakkar Njáli Gunnlaugssyni, Elíasi Fells og Kristjáni Ágústssyni fyrir framlagið til félagsstarfsins á árinu og góðrar samvinnu.

Sniglar hefja nú enn eitt árið með félagsmönnum og er stefnt á nokkrar nýjungar á árinu. Við auglýsum jafnframt eftir Sniglum sem vilja ljá starfseminni krafta sína eða sinna málefnastarfi. Samvinna gefur slagkraft!


...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir