11/6/2019

Kraftaklerkurinn skilar Grensásdeil 620 þúsund!

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Hagsmunamál

Kraftaklerkurinn, samstarfsverkefni Snigla, Mótorhjólamessunar og Grillhússins, er árlegt verkefni þar sem Gunnar Sigurjónsson „kraftaklerkur“, sóknarprestur í Digraneskirkju, stendur fyrir svokallaðri Mótorhjólamessu á annan í hvítasunnu. Sniglar styrkja Grensásdeild með mótframlagi til móts við Grillhúsið sem hefur veg og vanda að hamborgaranum Kraftaklerknum, sem nefndur er í höfuðið á séra Gunnari.

Árangurinn í ár var algjörlega framúrskarandi enda má leiða að því líkum að veðurblíðan stuðli að aukinni hjólamennsku og vitund um samstöðuna sem er okkur svo mikilvægt. Það söfnuðust 310 þúsund krónur enda seldust 155 skammtar. Sniglar bæta öðru eins við og því fá Hollvinir Grensásdeildar samtals 620 þúsund krónur sem m.a. nýtast félögum okkar sem stundum þurfa á endurhæfingu að halda.

Samstaða sem þessi gefur mikinn slagkraft - hafið þakkir fyrir þau ykkar sem studduð við framtakið.

Farið varlega...

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir