11/7/2018

Hvað þýða ECE miðarnir á hjálminum?

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Forvarnir

Reglugerð Evrópusambandsins númer 22 segir til um hvort selja megi viðkomandi hjálm til notkunar á vegum innan Evrópu. Reglugerðin inniheldur hvað hjálmur og hjálmagler þarf að uppfylla til að hægt sé að nota hann á ökumann eða farþega tvíhjóla ökutækjta. Reglugerðin er nú í sinni fimmtu útgáfu eins og sjá má á miðum sem slíkir hjálmar eiga að vera merktir með af söluaðilum, ECE 22.05.

 

Reglugerð ECE 22 segir að allir hjálmar þurfa að vera með merkimiða saumaðann í hökuólina á hjálminum. Miðinn skal sýna E-merki, samþykktarnúmer og raðnúmer framleiðanda. E-merkið er sýnt innan í hring og segir númerið til um í hvaða Evrópulandi viðkomandi hjálmur var samþykktur. E3 þýðir til dæmis að hann hafi verið samþykktur á Ítalíu. Þetta E-merki skiptir miklu máli og það skiptir engu máli í hvaða landi viðkomandi hjálmur er samþykktur, svo lengi sem hann ber þetta merki. Merkið þýðir að nota megi hjálminn löglega í löndum ESB, Evrópska efnahagssvæðisins og 20 öðrum löndum utan Evrópu sem samþykkt hafa reglugerðina.

 

Fyrir neðan E-merkið eru tvö númer. Það vinstra er samþykktarnúmer (homologation) þar sem að fyrstu tvær tölurnar sýna úgáfubreytingu. Hægra númerið er einfaldlega framleiðslunúmer. Á hjálmagleri er nóg að sýna E-merki og samþykktarnúmer.

 

Hlutir sem þú þarft að vita um ECE 22.05 miða:

 

ECE 22.05 E-merki er nauðsylegt til að hjálmurinn sem verið er að selja þér sé löglegur á Evrópskum vegum.

 

Þú finnur E-merkið saumað í hökuól hjálsins.

 

Talan við E-merkið segir til um í hvaða landi viðkomandi hj´lamur var samþykkur undir reglum ECE 22.05.

 

Við samþykktarnúmerið er bókstafur eftir skástrik en hann sýnir gerðarviðurkenninguna. Hjálmur með /J segir að um opinn hjálm (Jet) sé að ræða. Hjámur með /P segir að hjálmurinn sé samþykkur sem lokaður hjálmur. Ef hjálmurinn er með /NP er hann með hökuhlíf en ekki samþykktur sem lokaður hjálmur. Sumir opnanlegir hjálmar eru bæði með J og P merkingum og þýðir það að hjálminn má nota bæði opinn og lokaðann og hann hafi verið samþykkur sem slíkur. Að lokum má hér sjá lista yfir þau lönd og viðkomandi númer sem samþykkja hjálma:

 

E1: Þýskaland

E2: Frakkland

E3: Ítalía

E4: Holland

E5: Svíþjóð

E6: Belgía

E7: Ungverjaland

E8: Tékkland

E9: Spánn

E10: Júgóslavía

E11: Bretland

E12: Austurríki

E13: Luxemburg

E14: Sviss

E16: Noregur

...

Nýlegar fréttir