9/7/2018

Hollvinir Grensás styrkt um 440 þúsund

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hjólamenningin

Um langt skeið hefur Kraftaklerkurinn sr. Gunnar Sigurjónsson haldið svokallaða mótorhjólamessu í Digraneskirkju á annan í hvítasunnu. Mótorhjólafólk leggur leið sína í messuna og hlýðir þar á Kraftaklerkinn messa yfir þeim að sínum hætti en um einstæða athöfn er að ræða enda er hún fjölsótt. 

 Það er í tengslum við þessa árlegu messu Kraftaklerksins sem Grillhúsið við Sprengisand og Sniglar taka sig til með þeim hætt að Grillhúsið býður sérstakann hamborgara sem nefndur er Kraftaklerkur og lætur alla sölu hans renna óskipta til Hollvina Grensás. Sniglar hafa svo mætt því framlagi krónu á móti krónu þannig að um töluverða upphæð er að ræða hvert ár. 

 Messan í ár var haldinn í 12. sinn og er hún er hugsuð sem vettvangur fyrir mótorhjólafólk að skapa samhug og láta gott af sér leiða. Afraksturinn af hamborgarasölunni þetta skiptið voru 220 þúsund sem gerir 440 þúsund eftir mótframlag Sniglanna sem renna óskiptar til Hollvina Grensás. Endurhæfingarstarf Grensásdeildar Landspítala Háskólasjúkrahúss nýtir fjármagnið til tækjakaupa og annarra brýnna verkefna. 

Einstaklingar geta einnig gerst Hollvinir Grensás með því að styðja við starfssemina á vefslóðinni https://www.grensas.is/ad/39/?/page/gerast-felagi   Sniglar þakka samstarfið og hvetja einstaklinga og fyrirtæki til að styðja við Grensásdeild með öflugum hætti - og jafnvel að mæta að ári til að bragða á hinum fræga Kraftaklerks hamborgara. 

 Á myndinni eru; , Ingvar Örn Ingvarsson stjórnarmaður í Sniglunum, Þórður Bachman eigandi Grillhússins, Ottó Schopka fyrir hönd hollvina Grensásdeildar og Sr. Gunnar Sigurjónsson kraftaklerkur (á mótorhjóli).

...

Nýlegar fréttir