10/6/2021

Happadrætti Snigla og kynning á vesti - Takk fyrir okkur

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hagsmunamál

Í gærkvöldi var happadrætti til styrktar Grensás haldið að félagsheimili Snigla

Það ríkti eftirvænting í þeim stóra hóp er mætti í Sniglaheimilið í gær, en þá var haldið happadrætti til styrktar Grensásdeildar, sem margur mótorhjólamaður hefur því miður þurft á að halda.

Happadrættið var í beinni útsendingu á Facebook en margir höfðu keypt miða á netinu og gátu því fylgst með úrdrættinum um allt land.

Þar sem Bumbuborgarar urðu óvænt að hætta við að koma fengum við Hungry Viking til að koma og matreiða ljúffenga hamborgara ofan í svangt mótorhjólafólk.

Hungry Viking með burger og franskar

Vinningarnir voru margir og góðir, og þökkum við öllum þeim fyrirtækjum sem gáfu og styrktu happadrættið

Alls safnaðist 291.000kr sem rennur óskipt til Grensásdeildar

Kærar þakkir fyrir okkur öll!

Fólk lét ekki smá rigningu stoppa sig í að mæta

Eftir happadrættið var Richard Hansen með kynningu á uppblásnum öryggisvestum, sem virka þannig að vestið er fest við hjólið og við fall springur það út og ver ökumann fyrir höggum á efri hluta líkamans.

RIchard sýnir hér hvernig vestið virkar
Fólk var mjög áhugasamt um þetta vesti, enda allt sem eykur öryggi á hjólum til hins betra

Sniglar þakkar öllum fyrir komuna, komum öll heil heim

...

Nýlegar fréttir