1/5/2018

Góð mæting miðað við veður í 1. maí keyrslu

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hjólamenningin
‍Hópkeyrslan á leið upp Ártúnsbrekkuna en sem betur fer kom ekkert él á meðan á keyrslunni stóð. Mynd © Tryggvi Þormóðsson

Þótt ekki hafi farið fram formleg talning á hversu mörg mótorhjól mættu í keyrsluna í ár er áætlað að á milli 4-500 hjól hafi mætt niður á Laugaveg. Það verður að teljast nokkuð góð mæting miðað við veður, en öðru hverju gékk á með éljum þótt sól hafi skinið glatt þess á milli. Allt gekk snuðrulaust fyrir sig og fólk var ánægt með meiri dagskrá og sýningartjöld á Bauhaus svæðinu. Sniglar vilja þakka öllum sem tóku þátt og gerðu daginn að veruleika, starfsfólki Bauhaus og veitingavagna, umboða sem mættu á staðinn, Lögreglunni fyrir skelegga umferðargæslu og síðast en ekki síst því fólki sem svaraði ákalli um gæslu við gatnamótin, því án þess hefði gæslan ekki getað farið fram. Við viljum minna gæslufólk á að því verði boðið í Kraftaklerk hamborgarann á Grillhúsinu rétt fyrir mótorhjólamessuna í Digraneskirkju.

...

Nýlegar fréttir