15/4/2019

Fundargerð Aðalfundar Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Snigla 2019

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Fundir

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

Haldinn í Skerjafirði þann 2. Marz 2019

Fráfarandi formaður, Njáll Gunnlaugsson, setti fundinnklukkan 11:00

Fundastjóri var skipaður Sigurjón Andersen

Boðað var til fundarins með réttum fyrirvara og á réttanhátt.

Fráfarandi ritari, Steinmar Gunnarsson, flutti skýrslustjórnar, þar sem farið var yfir síðasta starfsár, gert grein fyrir þeimbreytingum sem urðu á stjórn samtakanna, en Díana lét af störfum og Ingvar ÖrnIngvarsson kom inn í stjórn sem varamaður í hennar stað.

Ársreikngar voru lagðir fram og fór ritari stjórnar yfirreikningana og lagði þá fram til samþykktar fundarins. Ársreikningur varsamþykktur og einnig var samþykkt áætlun næsta starfsárs.

Helstu verkefni ársins eru gerð heimildarmyndar í tilefni 35ára afmæli samtakanna, hópakstur 1. Maí, Rafmögnuð hringferð Snigla,Nostalgíuferð í Botnsskála ásamt fleir minni atburðum.

Steinmar kynnti hugmyndina að Rafmagnaðri hringferð Snigla;hugmyndin hlaut nokkuð góðar undirtektir og verður unnið áfram í þessu máli,reynt að fá styrktaraðila inn í dæmið, svo Sniglar beri ekki eins mikinnkostnað.

Þar sem hluti stjórnar gaf ekki kost á sér til áframhaldandisetu, þurfti að kjósa inn nýja meðlími í stjórn. Þau sem voru búin að gefa sigfram voru: Þorgerður Guðmundsdóttir og á fundinum sjálfum gáfu sig fram tilstjórnasetu, Vilberg Kjartansson og Egill Matthíasson.

Steinmar gaf kost á sér til stöðu formanns samtakanna og varhann kosinn einróma, ásamt þeim sem fyrr eru nefndir.

Stjórn BLS skipa:

Steinmar Gunnarsson formaður

Ingvar Örn Ingvarsson ritari

Þorgerður Guðmundsdóttir gjaldkeri

Vilberg Kjartansson varaformaður

Egill Matthíasson meðstjórnandi

 

Varamenn eru:

Ari Karlsson

Oddur Bjarnason

Gísli Jensson

 

 

 

...

Stikkorð:
Engin stikkorð fundust.
Nýlegar fréttir