23/2/2020

Aðalfundur Snigla boðaður 7. mars kl. 13:00

Höfundur:
Ingvar Ingvarsson
Fundir

Venju samkvæmt verður boðað til aðalfundar Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla, laugardaginn 7. mars kl 13:00 í félagsheimili samtakanna að Skeljanesi í Skerjafirði. Fundarefni eru hefðbundin aðalfundarstörf auk kosningar í stjórn og varastjórn. Reiknað er með að fundi verði lokið um 15:00. Allir sem greitt hafa félagsgjöld geta mætt á fundinn og látið til sín taka.

Undanfarin tvö ár hefur verið mikil gróska í starfi Snigla. Við siglum nú inn í þriðja ár sterks og öflugs félagatals í kjölfar viðburðaríks afmælisárs 2019. Steinmar formaður mun fjalla nánar um hvað samtökin hafa aðhafst síðustu misseri en jafnframt horfum við björtum augum fram á veginn þar sem ýmislegt forvitnilegt er í bígerð 2020.

Samtakamáttur mótorhjólafólks á Íslandi fer núna vaxandi og við þökkum stuðninginn við starfið á liðnu ári. Það er með greiðandi félögum okkar sem hægt er að halda úti öflugri starfssemi og hagsmunagæslu.

Við viljum því nota tækifærið og minna alla á að greiða greiðsluseðlana í heimabankanum, fyrir aðalfundinn, og þökkum fyrir stuðninginn um leið og við bíðum full eftirvæntingar eftir hjólasumrinu 2020 og nýjum ævintýrum.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir