31/3/2018

Vorfundur og Skoðunardagur 18. apríl – 50% afsláttur

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál

Vorfundur Bifhjólafólks, sem haldinn er í samstarfi Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla og Samgöngustofu verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi kl 16:30. Fundarstaðurinn er húsnæði Nýja Ökuskólans að Klettagörðum 11 en samhliða þessu verður Skoðunardagur Snigla hjá Frumherja í sama húsi. Þar geta allir sem mæta með mótorhjólin sín fengið 50% aflslátt í skoðun svo það munar um minna og gott að slá tvær flugur í einu höggi. Hægt verður að greiða fyrir skoðunina og láta skoða hjólið á meðan fundurinn fer fram, en einnig verða veitingar í boði eftir fundinn.

‍Húsnæði Frumherja og Nýja Ökuskólans að Klettagörðum 11.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira