31/3/2018

Vorfundur og Skoðunardagur 18. apríl – 50% afsláttur

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál

Vorfundur Bifhjólafólks, sem haldinn er í samstarfi Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla og Samgöngustofu verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl næstkomandi kl 16:30. Fundarstaðurinn er húsnæði Nýja Ökuskólans að Klettagörðum 11 en samhliða þessu verður Skoðunardagur Snigla hjá Frumherja í sama húsi. Þar geta allir sem mæta með mótorhjólin sín fengið 50% aflslátt í skoðun svo það munar um minna og gott að slá tvær flugur í einu höggi. Hægt verður að greiða fyrir skoðunina og láta skoða hjólið á meðan fundurinn fer fram, en einnig verða veitingar í boði eftir fundinn.

‍Húsnæði Frumherja og Nýja Ökuskólans að Klettagörðum 11.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir