8/2/2018

Tían heldur Landsmót 2018 að Ketilási í Fljótum

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hjólamenningin

Það verður Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts sem heldur Landsmót bifhjólafólks þetta árið. Mótið verður haldið að Ketilási í Fljótum helgina 28. júní – 1 júlí og verður með hefðbundnu sniði. Að sögn mótshaldara verður Old school þema, en það eru gömlu leikirnir, varðeldur, súpa og kvöldmatur á laugardagseftirmiðdegi. Tilkynnt verður fljótlega hvaða hljómsveitir koma til með að skemmta en heyrst hefur að tónlistin verður norðlensk. Miðaverð er nánast óbreytt frá því í fyrra, en hægt verður að fá miða í forsölu á 9000 kr og 10.000 kr á staðnum. Einnig verða dagpassar í boði og ein nýjung, sem er paraafsláttur og borga þá pör 17.000kr í forsölu. Þar sem Tían á Akureyri heldur mótið og mun stór hluti ágóða renna beint í Mótorhjólasafnið hans Heidda. Tían er hollvinaklúbbur og tekur ekki neinar fjárskuldbindingar og mun ekki tapa krónu hvernig sem fer, en stjórnarmeðlimir Tíunnar halda mótið og ábyrgjast það persónulega. Er ekki einhverjum strax farið að hlakka til að keppa í zippómundun og haus á staur?

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira