19/3/2018

Sýnum stuðning í verki og greiðum greiðsluseðilinn

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál
Geiðum greiðsluseðlana

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, eiga sér yfir þrjátíu ára sögu. Fyrst sem bifhjólaklúbbur og síðar sem hagsmunasamtök bifhjólamanna. Á þessu tímabili hafa þúsundir einstaklinga tekið þátt í starfsemi félagsins, sér til gamans og í hagsmunagæslu fyrir bifhjólamenn. Margir einstaklingar hafa lagt mikið af mörkum í uppbyggingu félagins og markað spor í Íslenskt samfélag. Ár hvert hafa Sniglarnir m.a. verið áberandi í hópakstri á 1. maí og hafa allt að fjórtanhundruð bifhjólamenn mætt í hópaksturinn. Einnig hafa Sniglarnir styrkt Hollvinasamtök Grensásspítala með fjárframlagi þar sem fjármunirnir eru nýttir til kaupa á tækjabúnaði til endurhæfingar. Þessi fyrrnefndu atriði eru stærstu kostnaðarliðirnir í rekstri Bifhjólasamtakanna.

Við, sem Sniglar, ættum að hafa það að markmiði að viðhalda þeim samfélagsverkum sem samtökin hafa komið að og jafnframt að byggja upp samtökin enn frekar í þágu félagsmanna. En til þess að það megi gerast, þarf hver og einn Snigill að sýna stuðning sinn í verki.

Síðastliðin ár hefur þeim Sniglum fækkað sem greitt hafa árleg félagsgjöld til samtakanna. Í raun hefur þeim fækkað það mikið að félagsgjöld standa ekki undir þeim fáu útgjaldaliðum sem samtökin axla ábyrgð á. Hvað þá að byggja samtökin upp í þágu félagsmanna. Á næsta aðalfundi Sniglana munu reikningar samtakanna liggja fyrir og jafnframt mun stjórn veita upplýsingar um útgjaldaliði og tekjur.

Við, stjórn Sniglanna, köllum því á alla Snigla, um að snúa bökum saman og styðja við rekstur og uppbyggingarstarf samtakanna með greiðslu árgjaldsins og öflunnar nýrra félagsmanna. Hægt er að sækja um aðild að Sniglunum á heimasíðu Sniglanna, www.sniglar.is. Þeir sem ekki greiða árgjaldið munu falla af félagaskrá. Tilkynning um úrsögn úr Sniglunum skal send á ursogn@sniglar.is.

Þann 10. janúar næstkomandi, verður greiðsluseðill sendur í heimabanka allra skráðra félagsmanna til greiðslu árgjalda með gjalddaga 10, febrúar 2018. Eldriborgarar fá 50% afslátt af félagsgjöldum. Árgjaldið er 6.000 krónur auk bankakostnaðar.

Það er einnig stefna stjórnar að semja fljótlega við eitthvað af olíufélögunum um afslátt fyrir okkar félagsmenn, og send verður út tilkynning vegna þess á næstu dögum.

Verum Sniglar í verki!

Með hjóla og nýrárs kveðju

Stjórn Snigla

...

Nýlegar fréttir