7/9/2021

Likevel MC Norway - fatlað fólk á mótorhjólum

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hjólamenningin

Í Noregi er klúbbur er kallar sig Likevel MC Norway, en þessi klúbbur samanstendur af fólki sem stríðir við líkamlega fötlun og getur ekki hjólað á venjulegum mótorhjólum.

Stofnandi þessa hóps lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi 1983 sem hafði þær afleiðingar að hann hefur þurft að vera í hjólastól síðan. Um síðustu aldamót langaði honum að komast aftur á hjól og fór að kanna möguleikann á því. Eftir mikla rannsóknarvinnu og breytingar á Hondu Goldwing gat hann farið að hjóla aftur.

Fór hann þá að kanna hvort fleiri væru í sömu stöðu og hann sjálfur. Á Englandi og í Þýskalandi eru öflugir hópar fatlaðra einstaklinga sem eru á sérútbúnum mótorhjólum, en hann væri sennilega sá eini í Noregi. Stofnaði hann þá skóla í framhaldinu þar sem fólk með fatlanir getur komið og æft sig á hjólinu hans, og í framhaldi fengið sér þá hjól sem hentar hverjum og einum.

Hér er hægt að lesa sér til um þennan klúbb

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir