8/5/2021

Sáttmáli hestafólks og annarra vegfarenda

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hagsmunamál

Í morgun var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og annarra vegfarenda, þar á meðal Snigla fyrir hönd mótorhjólafólks.

Hér er linkur á Samgöngustofu

Þar má sjá sáttmálann í heild sinni, auk þess sem hægt er að horfa á nýtt fræðslumyndband um hvernig sé best að haga sér þegar kemur að hestum.

Vilja Sniglar minna á nokkur atriði; þegar hjólað er á þjóðvegi og þú sérð hesta meðfram veginum er gott að grípa í kúplinguna og leyfa hjólinu að renna hljóðlítið fram hjá dýrunum og halda svo rólega áfram. Hestar heyra vel og sjónsvið þeirra nær víðar en mannsins. Hestar eru flóttadýr og getur brugðið við heyri þau snögglega hátt hljóð eða eitthvað kemur snöggt inn á sjónsvið þeirra. Eins ef þið eruð að hjóla utan vegar á mótorcross hjóli eða off road, getur verið gott að stoppa og taka af sér hjálminn, þar sem hestar gætu skynjað hjálminn sem ógn.

Umgöngumst hvert annað af virðingu og skynsemi

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir