29/6/2018

Nýr Sniglavefur í loftið

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hjólamenningin

Nýr og endurbættur vefur Sniglanna

Eins og sjá má hefur nýr og endurbættur vefur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla litið dagsins ljós. Vefurinn er skrifaður í Webflow og notast við nýjustu tólin. Hægt er að skoða vefinn á allskyns tækjum, stórum skjáum og snjalltækjum. Vefurinn er hugsaður sem upplýsingaveita fyrir allt bifhjólafólk og þar verða meðal annars viðburðir úr mótorhjólaheiminum á forsíðu auk frétta. Vefurinn er í áframhaldandi þróun og leitast verður við að gera hann gagnvirkari en áður.

Nýr vefur Sniglanna er hannaður af Proa vefhönnun

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira