22/1/2018

Mótorhjólatryggingar í Evrópu

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál

Samanburður á tryggingum mótorhjóla í Evrópu

Gerður eftir upplýsingum FEMA félaga

Belgía:

  • Mótorhjól eingöngu: EUR 300-400
  • Með bíl:                                   EUR 180-200
  • MAG meðlimir (með MAG aðild og Öryggisæfingaskírteini) EUR 110
  • Ungir ökumenn (undir 28 ára, MAG afsl. 20%) EUR 400
  • Mótorhjól, bíll, hjól #2                  EUR 100 (til viðbótar við 2)
  • Fyrir MAG félaga EUR 25 per mótorhjól

Tryggingasalar geta lækkað verð ef viðskipti eru umtalsverð (atvinnurekstur; þarf ekki að vera tengdur mótorhjólum)

Stóra Bretland (UK)

Þegar bornar eru saman tryggingar 900.000 mótorhjólamanna víða um Bretland, kemur í ljós að dýrast er að tryggja í London og nágrenni, þarnæst í norðvesturhluta landsins; Manchester, Liverpool, Bolton og Oldham

Þetta er eingöngu fyrir mótorhjól, ekki er tekið tillit til annarra ökutækja, enda farartækjatryggingar í Bretlandi persónubundnar, en ekki bundnar ökutækjum.

  • London: EUR 783
  • Manchester: EUR 577
  • Liverpool: EUR 570
  • Bolton: EUR 557
  • Oldham: EUR 509

Þegar norðar dregur (Skotland) lækka tryggingarnar, þó ekki sé neinn gríðarlegur munur þar á, en munur á verðlagningu er huglægur manna á milli.

Grikkland

Þar í landi er verð og þjónusta tryggingafélaga verðlögð eftir aldri, búsetu, aksturstíma (ár með skírteini) og vélarstærð hjólsins.

Ef ökumaður borgar fyrirfram til eins árs, fær hann besta verðið, en eftir því sem greitt er fyrir skemmri tímabíl (1 mánuð, 3 eða 6) verður iðgjaldið hlutfallslega hærra.

Dæmi: 1000 cc hjól, fyrirfram-borgað iðgjald 1 ár fram í tímann: EUR 120-140/ári

 

 

Tékkland

Almennt séð eru tryggingar yngri ökumanna í stærri borgum dýrar. Viðskipti til langs tíma, án tjóns, skila lækkun á iðgjaldi. Það verður þó að vera á ökutæki skráðu á viðkomandi ökumann.

  • Skellinaðra 50cc: EUR 10/ári
  • Hjól 1800 cc: EUR 120/ári
  • Kaskó trygging án bónuss: EUR 350/ári

Frakkland; París

Í Frakklandi er ábyrgðartrygging skylda; líkt og í flestum Evrópulöndum. Hægt er að kaupa kaskó tryggingar að auki, með valfrjálsri sjálfsáhættu sem virkar eins og hjá íslenskum tryggingafélögum.

Eigendur eins hjóla borga ekki endilega sama iðgjald, heldur fer það eftir aldri, búsetu, fjölskyldugerð og fleiri parametrum sem eru settir.

Iðgjald reiknast líka eftir mótorstærð (cc/hp) og tegund hjóls; sum hjól hafa hærri slysatíðni en önnur.

Dæmið er fyrir ökumann með 30 ára reynslu (sögu), 50% bónus, giftur með börn, búandi í París.

  • BMW K1200 RS 2004: EUR 420 (ábyrgð, þjófnaður, bruni)
  • BMW K100 1990: EUR 75 (ábyrgð)
  • Vespa 150cc 2005: EUR 220 (altrygging)
  • Vespa 50cc 1990: EUR 500

Eins og víða annarsstaðar er hægt að gera allskonar samninga, allt eftir viðskiptum, fjölda ökutækja og fjölda ökumanna í fjölskyldu.

Holland, Þýskaland, Svíþjóð, Finnland, Noregur og Danmörk

Þessi lönd eiga það sammerkt að þar eru tryggingar klárt samningsmál; fólk leitar tilboða í tryggingar, jafnvel árlega, og tekur besta tilboði.

Greinarhöfundur getur þó lagt það til málanna að hafa reynslu af tryggingakaupum í Danmörku: Þar er skylda að tryggja vélknúin farartæki, önnur en 30km/klst skellinöðrur. Tryggingar eru misdýrar; fyrir unga ökumenn á dýrum kraftmiklum hjólum er erfitt að fá keyptar tryggingar og í sumum tilvikum ekki hægt, vegna verðlagningar.

Hjá GF í Danmörku gæti dæmið litið svona út:

  • Honda CB750 1983: EUR 160 m.v. 9 mánaða notkun (engin notkun frá 1.12- 28.2.)
  • Mazda fólksbíll: EUR 560 (ábyrgðartrygging, ekkert kaskó)

Ef hjól eru skráð sem „Klassiker“ (25 ára og eldri) eru iðgjöld iðulega mun lægri en í dæminu hér að ofan, allt niður í EUR 85 m.v. 9 mán. Notkun

Ef hjól eru skráð „Veteran“ (40 ára og eldri) eru tryggingar enn ódýrari, en þá gilda líka reglur hámarksakstur á ári.

Þegar kemur svo að Harley Davidson hjólum, fara öll dönsk tryggingafélög mjög varlega í að taka að sér slíkar tryggingar og gera allskyns kröfur um kaskó (mjög dýrt) læstar geymslur/bílskúra, þjófavarnarkerfi og fleira í þeim stíl. Þess má geta að HD geta ekki talist Veteran í Danmörku nema að vera 50 ára eða eldri.

Dæmi frá Svíþjóð

Ökumaður með 35 ára reynslu, tjónlaus, engar sektir eða dómar, býr í einbýlishúsi með læstum skúr og enginn annar ekur hjólunum hans. Hann er með bestu kjör sem almennum borgara eru boðin.

  • BMW S1000RR Supersport: EUR 2500 ( ábyrgð, kaskó, slysa, þjófnaðar, bruna)
  • Harley Davidson hippi: EUR 150 (ábyrgð)
  • Triumph Thruxton R: EUR 350 (ábyrgð)
  • MB E class 2010 260hp: EUR 1700 (ábyrgð, kaskó, slysa, þjófnaðar, bruna)

Dæmi frá Hollandi

Karl með 29 ára flekklausan feril, félagi í KNMV

  • Honda Pan European ST1300 2010: EUR 154 (ábyrgð, hlutakaskó, slysatrygging ökumanns og farþega)
  • Ford Focus 1,8l 2007: EUR 480 (sömu skilmálar og á ST1300)

Dæmi frá Íslandi

Karl í úthverfi Höfuðborgarsvæðisins; í sambúð, engin heimabúandi börn, eini ökumaður hjóla, 2 bílar, innbú, hús, slysatryggingar og fleiri tryggingar.

  • Honda VFR 800 2003: EUR 563 (ábyrgð)
  • Honda CB 750F 1983: EUR 216 (ábyrgð)
  • Skoda Octavia 1,8T 2003: EUR 636 (ábyrgð)
  • MMC Lancer 1995: EUR 623 (ábyrgð)

Karl á höfuðborgarsvæðinu; einn, eini ökumaður hjóla, 1 bíll

  • Honda NC 750X 2015: EUR 1332 (ábyrgð+kaskó)
  • Kawasaki 250 1990: EUR  635 (ábyrgð)

Karl á höfuðborgarsvæðinu, eini ökumaðurhjóla

  • Yamaha Tenere 1200 2017: EUR 777 (ábyrgð+kaskó, eigin áhætta EUR 2600)
  • Honda SLR 650 1998: EUR 604

Ökukennari á höfuðborgarsvæðinu með 17 mismunandi hjól tryggð; bæði einkahjól og kennsluhjól:

  • Meðaltal iðgjalda: EUR 377

 

Í þessari samantekt, þó hún sé ekki yfirgripsmikil, kemur í ljós að ábyrgðartryggingar hér heima á Íslandi eru ekki í takti við það sem er í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við og gildir þá einu hvort það eru mótorhjól eða bílar.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir