25/3/2023

Fundargerð og ársreikningar frá aðalfundi 2023

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Ársskýrslur

Aðalfundur Bifjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla

Haldinn í Skeljanesi þann 4. Marz 2023

Fundur var settur klukkan 14:00

Fjöldi sem mættu á fundinn var 17 manns og að auki voru nokkrir sem fylgdust með í beinni útsendingu á Facebook.

Fundarstjóri var kosinn Rögnvaldur og fundarritari Steinmar

Steinmar las skýrslu stjórnar og gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga. Fram fóru stuttar almennar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga og var hvorutveggja samþykkt einróma.

Gjaldkeri lagði fram rekstraráætlun fyrir starfsárið 2023 og rætt var almennt um áætlunina og voru fundarmenn sáttir við framlagða áætlun.

Að þessu sinni var kosið til formanns og að venju kosnir tveir stjórnarmenn, allir kosnir til tveggja ára í senn.

Þorgerður núverandi formaður bauð sig fram til áframhaldandi setu sem formaður og hlaut hún einróma kosningu.

Úr stjórn gekk Hafsteinn Vattnes eftir tveggja ára þátttöku í stjórn Snigla og kunnum við honum miklar þakkir fyrir vel unnin störf.

Sveinn Óðinn lauk sínu tveggja ára tímabili og bauð sig fram til áframhaldandi setu. Að auki buðu sig fram Pétur og Hrafnhildur og því þurfti að ganga til kosninga. Atkvæði féllu á þann veg að Sveinn Óðinn hlaut 15 atkvæði, Hrafnhildur 14 og Pétur 6.

Er stjórn Snigla því skipuð eftirfarandi:

Formaður: Þorgerður Guðmundsdóttir

Varaformaður: Sveinn Óðinn Ingimarsson

Gjaldkeri: Hrafnhildur Steinþórsdóttir

Ritari: Steinmar Gunnarsson

Meðstjórnandi: Jokka G. Birnudóttir

Varamenn voru kosnir til eins árs:

Vilberg Kjartansson

Rut Martine Unnarsdóttir

Guðrún Guðmundsdóttir

Skoðunarmenn voru kosnir; Ari Karlsson og Gunnlaugur Harðarson

Af öðrum málum er það helst að segja að tryggingamálin voru þar efst á baugi og eru líkur á að takist að koma uppstarfshópi sem mun vinna að þeim málum. Einnig var sett á stofn ferðanefnd og mun hún standa fyrir ferðum og öðrum viðburðum í samstarfi við stjórn Snigla.

Fram hafði komið tillaga um að leggja niður laganefnd og var sú tillaga samþykkt einróma á fundinum.

Fundi var slitið 15:30

F.h. stjórnar Snigla

Steinmar Gunnarsson ritari

Undirskrifuð staðfesting á ársreikningi

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir