3/3/2020

Formannspistill

Höfundur:
Steinmar Gunnarsson
Fundir

Nú eru liðin þrjú ár síðan ég var kosinn tilsetu í stjórn Snigla og þar af eitt ár sem formaður stjórnar.

Á þessum þremur árum hefur okkur í stjórnsamtakanna tekist að auka við tölu félaga úr 230 meðlimum, upp í 465 greiddafélaga á árinu 2019. Miðað við greidd félagsgjöld það sem af er árinu 2020, mágera ráð fyrir að tala félaga geti aukist enn frekar og er það mikiðfagnaðarefni að sjá hvernig félagsmönnum fjölgar og starfið verða blómlegra.

Þessum árangri er helst að þakka samstilltuátaki stjórnar Snigla síðustu þrjú arin, sem og frábærum möttókum eldri Sniglaog áhuga þeirra sem yngri eru, á starfi samtakanna. Það hafa verið haldinbeygjunámskeið, formannafundir, við höfum kynnt rafmagnsmótorhjól, haldið opinhús í hverri viku sumarmánaðanna, sem og opin hús mánaðarlega á vetrum og ekkimá gleyma Sniglaballi sem haldið var í Ölveri síðastliði haust.

Á komandi starfsári liggur fyrir stórsýning áhjólum; bæði benzín- og rafknúnum, árshátíð bifhjólafólks, vorfundur, hópakstur1. Maí og fleiri viðburðir sem á eftir að fastsetja fyrir sumarið og verðakynntir síðar.

Á síðasta fundi stjórnar var hlutverkum innanstjórnar Snigla hrókerað á þann hátt að Þorgerður, sem hefur gegnt starfigjaldkera, tók við embætti varaformanns og Vilberg tekur við starfi gjaldkera,en hann hefur verið varaformaður síðastliðið ár.

Ég var kosinn formaður til tveggja ára,áðalfundi ársins 2019 og ætti því að gegna því embætti í eitt ár til viðbótar,en af persónulegum ástæðum, þarf ég að láta af embætti formanns og Þorgerðurtekur við keflinu og gegnir embætti formanns Snigla til aðalfundar 2021. Einnigmun Ingvar, sem gegnt hefur stöðu ritara láta af embætti, en hann var kosinntil stjórnarsetu á aðalfundi 2018. Af þessum sökum vantar okkur 2 kröftugameðlimi til stjórnarsetu og geta allir sem mæta á aðalfund, boðið sig fram tilstarfa í þágu Íslensks bifhjólafólks. Einnig þarf að kjósa til varastjórnar, enþað er gert á hverju ári. Síðastliði árið hafa varamenn einungis verið tveir;Ari og Oddur, en Ingvar hefur boðið sig fram til setu í varastjórn samtakanna,ásamt Ara og Oddi.

Að taka þátt í starfi stjórnar Snigla eráskorun er þroskandi og skemmtileg reynsla, maður kynnist mörgu fólki í gegnumstarfið og það gleður hvern þann sem er í stjórn, að sjá veg og vandasamtakanna blómstra með hverju árinu sem líður. Þó að náðst hafi frábær árangurá síðastliðnum þremur árum, er ekki þar með sagt að hægt sé að halla sér tilbaka í stólnum og slappa af, heldur þarf að viðhalda dampinum og tryggja öruggaframtíð Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla.

Að lokum vil ég þakka félögum mínum í stjórnSnigla fyrir frábært samstarf á liðnum árum og ég óska komandi stjórn alls hinsbezta í þeim verkefnum sem liggja fyrir í framtíðinni. Einnig þakka ég félögumsamtakanna fyrir að hafa sýnt mér það traust að kjósa mig til formannssamtakanna. Þó ég hætti sem formaður, er ég ekki farinn neitt, ég kem að framkvæmdsýningarinnar sem haldin verður 1.-2. Maí í Laugardalshöll og ég mun vera áhliðarlínunni þegar vantar vinnuhendur í þágu Snigla.

Með kærri kveðju

Steinmar #1858

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir