Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 15.nóvember
Í ár verður minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Í stað hinnar rótgrónu minningarstundar við þyrlupallinn við Landspítalann verður árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember.
Minningarviðburðir verða haldnir um land allt og fjallað verður um mikilvæg málefni tengd umferðaröryggi í fjölmiðlum, myndböndum og umræðum á samfélagsmiðlum, sjá nánar hér.
Að kvöldi minningardagsins kl. 19:00 munu einingar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, ásamt fleiri viðbragðsaðilum, standa fyrir táknrænum minningarathöfnum um allt land í beinni vefútsendingu HÉR til að minnast fórnarlamba umferðarslysa. Kveikt verður á kertum hringinn í kringum landið af þessu tilefni.
Bifhjólafólk er eindregið hvatt til að gera eitthvað táknrænt og senda inn myndir, myndband eða beint streymi hingað inn https://www.facebook.com/events/274634160522477
Mikilvægt er að passa vel upp á að hámarksfjöldi samankomin sé aldrei fleiri en 10 manns og með 2 metra á milli allra og helst með andlitsgrímu.
...