20/2/2018

Aðalfundur Snigla í Skeljanesi þriðja mars

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Hagsmunamál

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins, Snigla verður haldinn laugardaginn 3. mars kl 11:00 í félagsheimili samtakanna að Skeljanesi í Skerjafirði. Fundarefni eru hefðbundin aðalfundarstörf auk kosninga í stjórn og varastjórn. Engar lagabreytingartillögur hafa borist svo gera má ráð fyrir að fundurinn verði í styttra lagi og ljúki fyrir kl 13:00. Allir sem greitt hafa félagsgjöld geta mætt á fundinn og hvetur núverandi stjórn félagsmenn til að taka þátt í starfi samtakanna, því margt spennandi er á döfinni í hagsmunabaráttu bifhjólafólks í ár.

‍Frá félagsfundi í Skeljanesi sumarið 2017.

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira