28/1/2024

Aðalfundur Snigla 2024

Höfundur:
Hrafnhildur Steindórsdóttir

Aðalfundur

Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglar verður haldinn

09.mars 2024 kl 14:00 í höfuðstöðvum félagsins að Skeljanesi, 101 Reykjavík.

Vinsamlegast mætið tímanlega þar sem að skráning á mætingu þarf að fara fram.

Allir eru velkomnir en greiddir Sniglar hafa atkvæðarétt þegar kemur að kosningu í stjórn Snigla.

Dagskrá:

1. Setning fundar

2. Kosinn fundarstjóri

3. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu

4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða árskýrslu

5. Umræða um reikninga/skýrslu

6. Gjaldkeri leggur fram rekstraráætlun komandi árs

7. Lagabreytingar ( ef einhverjar)

8. Kosning í stjórn

9. Kosning 2 skoðunarmanna ársskýrslu

10. Kynning á landsmóti bifhjólamanna 2024

11. Önnur mál

Þeir sem að eru í stjórn núna eru:

Formaður: Þorgerður Guðmundsdóttir "Hoddó"  Snigill nr: 2356 situr í ár í viðbót

Gjaldkeri: Hrafnhildur Steindórsdóttir Snigill nr: 2470 situr í ár í viðbót

Meðstjórnandi: Jóhanna G Birnudóttir "Jokka" nr: 2459 setu lokið, en gefur kost á sér aftur

Ritari: Steinmar Gunnarsson nr: 1858 lýkur setur sinni, gefur ekki kost á sér aftur en ætlar að sinna FEMA málum þangað til annar finnst.

Varaformaður: Sveinn Óðinn Ingimarsson nr: 2539 hefur lokið störfum átti að vera næsta ár

Varamaður: Guðrún Fjóla “Gúffý” Snigill nr: 2609 hefur leyst hann af og mun hún klára hans tímabil.

Varamaður: Vilberg K. Kjartansson nr : 541 gefur kost á sér aftur sem varamaður.

Varamaður: Rut Unnarsdóttir nr: 1324, gefur ekki kost á sér aftur.

Kosning í stjórn vegna ársins 2024

Vantar 3 varamenn, Vilberg gefur kost á sér áfram

Vantar 2 í stjórn Jokka gefur kost á sér áfram

Einnig vantar okkur fólk í trygginga- og ferðanefnd.

Endileg látið okkur vita ef þið hafið áhuga á að gefa kost á ykkur í stjórn Snigla.

Samstarf gefur slagkraft.

Þetta er gefandi sjálfboðaliðastarf, skemmtilegur félagsskapur og ýmis verkefni sem þarf að takast á við.

Til að bjóða sig fram þarf að vera greiddur félagi í samtökunum.

Athugið að okkur vantar fólk í stjórn og eru áhugasamir beðnir að gefa kost á sér í skemmtilegt og gefandi félagsstarf.

Við gerum kröfu um að fólk sem gefur sig fram til starfa fyrir Snigla, hafi tíma, áhuga og getu til að vinna að hagsmunum bifhjólamanna.

Samtakamáttur mótorhjólafólks á Íslandi fer núna vaxandi og við þökkum stuðninginn við starfið á liðnu ári.

Það er með greiðandi félögum okkar sem hægt er að halda úti öflugri starfssemi og hagsmunagæslu.

Við viljum því nota tækifærið og minna alla á að greiða greiðsluseðlana í heimabankanum, fyrir aðalfundinn,

og þökkum fyrir stuðninginn um leið og við bíðum full eftirvæntingar eftir hjólasumrinu 2024.

Kær kveðja stjórn Bifhjólasamtaka lýðveldisins, Sniglar

...

Stikkorð:
Engin stikkorð fundust.
Nýlegar fréttir