8/3/2022

Aðalfundur Snigla 2022

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Ársskýrslur

Laugardaginn 5.mars síðastliðinn var haldinn aðalfundur Snigla

Aðalfundur Snigla

1.     Formaður setur fundinn

2.     Kosning fundarstjóra og ritara, James býður sig fram til fundarstjóra og Guðrún er ritari

3.     Fráfarandi stjórn skilar skýrslu stjórnar

4.     Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga

5.     Umræður um reikninga. Ási spyr hver sé kostnaður við opið hús, Hoddó svarar að það sé kaffi og það sem boðið er upp á, sé kostnaðurinn við það.

Það kom spurning hvað er Fema, og hvað renni mikið til þeirra, og það eru sirka 200 krónur af hverju greiddu félagsgjaldi sem rennur til Fema sem er Evrópusamband Bifhjólamanna.

6.     Gjaldkeri fer yfir rekstraráætlun næsta árs og reikningar og rekstraráætlun lögð til samþykktar er samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.     Lagabreytingar, stjórn kom með tillögu um að nefndir sem talað er um inn á heimasíðu Snigla verði lagðar niður, en þar sem lagabreytingatillaga var ekki tilbúin fyrir aðalfund og send út með lögmætum hætti féll þetta um sjálft sig.

8.     Stjórn leggur til hækkun félagsgjalda upp í 7500 krónur ásamt seðilgjaldi. Núverandi gjald hefur ekki hækkað í nokkur ár en allt utanumhald og kostnaður hefur hækkað. Til að geta haldið samtökunum réttu megin við núllið var þetta lagt fram.

Sem sagt félagsgjald krónur7500 + seðilgjald. Þetta var lagt til atkvæðagreiðslu og samþykkt með öllum atkvæðum. Tekur gildi um næstu áramót.

9.     Kosning í stjórn Snigla

2 embætti voru laus til endurkjörs, það er staða gjaldkera og ritara.

Jokka gefur kost á sér aftur,en Rögnvaldur gefur ekki kost á sér og þökkum við honum góð störf. Steinmar gefur kost á sér í setu stjórnar.  Þetta var samþykkt með lófaklappi

Varamenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Fráfarandi varamenn gáfu allir kost á sér aftur og ekkert mótframboð kom svo þeir voru samþykktir með lófaklappi. Það eru  Villi, Ari og John.

 

10.  Skoðunarmenn reikninga verða Gunnlaugur og Hrafnhildur.

11.  Önnur Mál / umræður

Spurt var um húsnæðismál Snigla ,munu þeir hafa aðgang að núverandi húsnæði eitthvað áfram. Hoddó svarar að ekkert hafi komið fram annað en að núverandi húsnæði standi Sniglum til boða næstu árin, og Reykjavíkurborg hefur samþykkt að ef svo fari að þetta húsnæði verði ekki til  staðar lengur þá munu þeir sjá um að útvega húsnæði eða kostnað af leigu finnist húsnæði sem hentar undir starfssemina.

 

12.  Haffi leggur fram hugmynd um hvernig væri hægt að útfæra framlög á móti kostnaði við 1. maí keyrslu. Það væri hugmynd að stæði til boða að hver og einn hjólamaður sem hefði áhuga á að styrkja félagið myndi gera það með frjálsu framlagi. Síðan yrði þessi sjóður tekinn og 50% af honum færu í að létta undir samtökunum með kostnað af 1. maí keyrslu og 50% væri styrkur sem væri gefin til endurhæfingardeild Grensás í nafni Snigla.

Nokkrar umræður sköpuðust um hvernig væri hægt að útfæra þetta og einnig kom fram hugmynd hjá Hrafnhildi hvort hægt væri kannski að standa fyrir krakkakeyrslu á áfangastað og þannig fá pening í sjóðinn.

Guðrún benti á ábyrgð krakkakeyrslu ef að eitthvað kæmi fyrir þá myndi ábyrgðin lenda hjá bílstjóra þess hjóls sem slysið yrði á, eru bifhjólamenn tilbúnir að standa undir þeirri ábyrgð fyrir einhver börn út í bæ.

Skúli sagði að vissulega væri áhættan af slysum til staðar en spurning hvort væri hægt að fá foreldra til að skifa undir einhverskonar ábyrgðaryfirlýsingu og fá tryggingafélögin til að leggja fram styrk og jafnvel gefa reiðhjólahjálma tilþess.

Enginn niðurstaða kom fram í þessu máli.

 

Hrafnhildur lagði fram spurningu um Sniglaféttir hvort það stæði undir sér að vera gefa út blaðið eða hvort þetta ætti ekki alfarið að færast yfir í netmiðil.  Þetta var rætt án neinnar niðurstöðu.

 

Jokka óskar eftir að endilega ef fleiri hafa hugmyndir af efni fyrir Sniglafréttir að koma því á framfæri við hana, því fleiri hugmyndir sem koma fram því betra verður blaðið.

 

Skúli spurði hvort Stjórn Snigla gæti beitt sér fyrir því að skrifa opið bréf til Vegagerðarinnar,og benda á að það væru enn  nokkrir staðir á landinu þar sem hafa orðið banaslys vegna aðstæðna í vegakerfinu, og ekkert hafi verið gert í framhaldinu til að minnka áhættuna á frekari slysum í sumum tilfellum væru það einkaaðilar sem að hefðu staðið fyrir því að setja upp skilti til að vara við aðstæðum.

Hoddó upplýsti að Steinmar sitji fundi með Vegagerðinni þar sem farið er yfir hvar og hvernig betur mætti fara. Þannig að rödd Snigla er farinn að eiga greiðari leið til þeirra.

Guðrún kom með hugmynd um hvort hægt væri að setja hlekk inn á heimasíðu Snigla þar sem væri hægt þá að koma athugasemdum á framfæri við Steinmar og vegagerðina, það væru ekki allir tilbúnir að taka upp símann og hringja en oft myndi fólk frekar láta vita ef það væri netvænn vetvangur til að koma á framfæri ábendingum.

Það kom einnig fram að það er síða á facebook sem að heitir Mótorhjól og vegir þar sem hægt er að koma fram ábendingum.

Hoddó upplýsti síðan fundinn um að verkferlar Vegagerðarinnar um hvernig staðið væri að lagningu malbiks og klæðinga hafi tekið nokkrum breytingum og var það gert til að reyna að koma í veg fyrir að þær aðstæður sem komu upp á Kjalarnesi geti endurtekið sig.  Þar sem ábyrgðin er tekinn af eftirlitsmanniog lokaákvörðun um lagningu klæðingar liggi hjá Vegagerðinni Sjálfri.

 

Fundi slitið klukkan14.51.

 

 

Afar fáir mættu á fundinn, því miður en vonandi koma fleiri næst

Myndir frá Hrafnhildi Steindórsdóttur

Meðfylgjandi er ársskýrla 2021

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir