29/4/2021

1.maí keyrsla Snigla

Höfundur:
Jokka G Birnudóttir
Hagsmunamál

1.maí keyrsla Snigla

Laugarvegur opnar 11.45, vinsamlegast komið inn á Laugaveg frá Hlemmi eða Snorrabraut, upp á talningu

Hjólum lagt niður Laugaveg, athugið 50 hjól í hóp, og biðjum við fólk um að vera við sitt hjól og vera með grímur.

Fólk á vegum Snigla mun vera á röltinu og minna okkur á.

Keyrslan leggur af stað stundvíslega kl 12.30 og biðjum við ykkur um að vera tilbúin á þeim tíma.

Farið verður sömu leið og venjulega, þe Sæbraut, Miklabraut og endað við Bauhaus

Þar biðjum við ykkur um að leysa upp keyrsluna sem fyrst, og gætið vel að sóttvörnum

Stöndum saman, verum til fyrirmyndar og fögnum vorinu

...

Stikkorð:
Nýlegar fréttir