21/12/2017

Lítið plaststykki gerir gæfumuninn í árekstrarprófi

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Forvarnir

Introduction

Árekstrarpróf á mótorhjólum eru ekki algeng og enn síður við vegrið en í apríl 2015 stóð þó tryggingarfélagið Folksam í Svíþjóð fyrir einu slíku. Prófið leiddi ýmislegt merkilegt í ljós en það var gert í samvinnu við SCM mótorhjólasamtökin og SVBRF sem eru samtök hagsmunaaðila viðkomandi vegriðum í Svíþjóð. Fjögur próf voru framkvæmd þar sem að mótorhjóli með árekstrarbrúðu er ekið á ferð á W-bita vegrið með ýmsum búnaði. Prófanir þessar leiddur til prófunar á vegbúnaði fyrir þessa gerð vegriða, sem var einföld gerð plaststykkis efst á vegriðinu. Einföld aðgerð eins og þessi gerði mikið til að bæta útkomuna úr prófinu og varði árekstrarbrúðuna frá meiðslum vegna hvassra brúna ofan á vegriðinu. Oft er mesta hættan við vegrið að festast eða krækjast í hluti er standa sér eins og stólpa, króka eða bita. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá þetta glöggt.

‍Með einföldu plaststykki ofan á vegriðinu minnkar hættan á að mótorhjólamaðurinn slasist illa á hvössum brúnum eða bitum við árekstur á vegrið.
 

...

Nýlegar fréttir