27/1/2018

Ofnotkun kubbahindrana á Íslandi miðað við önnur lönd

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Forvarnir

Kubbahindranir á Íslandi

‍Kubbahindranir eru bifhjólafólki sérstaklega hættulegar með hvössum brúnum, hálu yfirborði og ekki bætir úr þegar þær eru notaðar á götum með 50-60 km hámarkshraða.

Staðsetningar svokallaðra kubbahraðahindrana hafa verið talsvert í umræðunni að undanförnu og sýnist sitt hverjum. Bifhjólafólk hefur bent á það lengi hversu vitlaust það er að nota hindranir af þessari gerð í götum yfir 30 km hámarkshraða. Í umræðunni um þessa hluti er oft gott að skoða hvernig önnur lönd haga þessum hlutum en flest þeirra virðast nota staðla sem ekki er farið eftir hérlendis. Hér er eins og þær séu notaðar sem vopn í baráttunni gegn hraða örfárra einstaklinga sem kemur niður á heildinni í meira viðhaldi ökutækja og jafnvel hættu fyrir ákveðna umferðarhópa eins og bifhjólafólk. Sniglarnir eru í Evrópusamtökum bifhjólafólks sem kallast FEMA og þar hefur verið umræða um þessi mál að undanförnu, því að eyríkið Kýpur býr við stjórnvöld sem virðast nota hindranir með sama hætti. Fengu Sniglar meðal annars senda þessa grísku reglugerð sem segir hvar og við hvaða aðstæður sé réttlætanlegt að nota hraðahindranir:

  1. Ekki má nota hraðahindranir á gangstéttum.
  2. Aðeins má setja upp hindrun ef staðsetning hennar hefur verið rædd í viðkomandi bæjarráði og þá einungis ef brýn ástæða þykir til.
  3. Aðeins má notast við hraðahindranir í inngötum en ekki tengigötum.
  4. Aldrei má nota hraðahindrun þar sem neyðaraksturbílar þurfa oft að komast leiðar sinnar.
  5. Aðeins á götum þar sem að minna en 30 ökutæki nota á klst að meðaltali.
  6. Aðeins á götum með 30 km hámarkshraða eða undir.
  7. Aðeins á götum sem eru 100 metrar eða lengri.
  8. Aðeins á götum með minna en 4% halla.
  9. Hindranir skulu vera með að minnsta kosti 40-100 metra millibili, 20 metra frá byrjun aflíðandi beygju og 20-25 metra frá gatnamótum eftir gerð þeirra.
  10. Gerð þeirra skal loks fylgja ákveðnum stöðlum í lögum.

Ef ekki er fylgt þessum reglum í Grikklandi telst hindrunin ólögleg og hægt að refsa uppsetningu hennar samkvæmt grein 273 í refsiréttarlögum í Grikklandi. Hætt er við að borgaryfirvöld þyrftu að endurskoða margar slíkar hindranir ef fara ætti eftir þessum lögum hér á landi.

...

Nýlegar fréttir
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
7/8/2019

Sniglar, bifhjólasamtök lýðveldisins, og Orka náttúrunnar (ON) munu í tilefni 35 ára afmælis Snigla efna til hringferðar um Ísland á rafmagnsbifhjólum. Ferðin verður farin dagana 8.-15. ágúst á rafmagnsbifhjólum frá Electric Motorcycles og Energica. ON styður veglega við verkefnið í þeim tilgangi að stuðla að orkuskiptum í samgöngum en rafmagnsbifhjól henta vel þeim markmiðum. Mánudaginn 12. ágúst kl. 17:00-18:30, verður efnt til málþings í höfuðstöðvum ON við Bæjarháls um orkuskiptin sem hluta af samgöngumáta framtíðarinnar. Þar verða rafmagnsbifhjólin sem fara hringferðina til sýnis.

lesa meira
Höfundur: 
Ingvar Ingvarsson
Birt þann:
15/4/2019

Aðalfundur Bifhjólasamtaka Lýðveldisins,Snigla

lesa meira