15/6/2018

Sniglar boða til formannafundar

Höfundur:
Njáll Gunnlaugsson
Forvarnir

Formannafundur

Við þurfum að hafa með okkur meira samstarf að hagsmunamálum mótorhjólafólks og þess vegna hafa Sniglar ákveðið að bjóða formönnum starfandi mótorhjólaklúbba til skrafs og ráðagerða kl 17:00 mánudaginn 21. maí í Sniglaheimilinu. Að mati Bifhjólasamtaka Lýðveldisins eru það helst þrjú atriði sem brenna á mótorhjólafólki um þessar mundir, en það eru tryggingamál, lagaumhverfið og vegamál. Grípa þarf til samstilltra aðgerða í tryggingamálum og ýta lagabreytingum og forvörnum í vegamálum áfram. Auk þess má tína til mörg smærri atriði og því viljum við hvetja til þessa samtals. Vonumst til að sjá sem flesta.

...

Nýlegar fréttir